Aldrei má gera svo öllum líki!

Hér í minni götu mokum við AÐ sorpgeymslunum - og eigum engin úrræði önnur.

Þannig er mál með vexti að snjóruðningstæki borgarinnar hreinsa umferðargötuna með því að hrúga snjónum inn á bílastæðin okkar og allt um kring um bílana okkar. Og sum okkar þurfa á bílunum að halda til þess að sinna hlutverki okkar sem góðir og þægir skattgreiðendur.

Því förum við íbúar út að moka snjóinn af bílastæðinu. Ekki dugir að moka snjónum til baka út á götuna - það er eins og að létta á sér uppí vindinn, kemur allt til baka í næstu ruðningsumferð. Ekki finnst okkur heldur góð lausn að hrúga snjónum á gangstéttina; við berum virðingu fyrir "gestum og gangandi".

Hvað gerum við þá við snjóinn sem borgartækin ryðja að okkur af umferðargötunni? Einmitt; við mokum og mokum; söfnum snjó-salt- og tjöruhrúgunni saman í hjólbörur og förum ótölulega margar hjólböruferðir sem við sturtum úr innan eigin lóðarmarka.

En - ææ - það er einmitt þar sem ruslatunnurnar eru staðsettar!


mbl.is Mokið frá tunnunum!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband