Neyðarlegt!

Samninganefndin nýja sneri heim í fyrrakvöld. Fréttir hafa borist af hennar fyrsta fundi með samningsaðilum GB og NL og þær benda til þess að fátt annað hafi farið á milli manna en árétting um að hin nýja íslenska nefnd væri skipuð til þess að hefja samningaferlið frá grunni.

Skildu viðsemjendur ytra ekki samninganefndina? Eru fréttirnar rangar?
Eða skyldi vera nokkuð til í þeim sögusögnum að íslenskir ráðherrar viðhafi "viðræður-bak-við-tjöldin" við breta og hollendinga án vitundar íslensku nefndarinnar?

Hlupu þeir erlendu á sig með of snöggum viðbrögðum út frá viðræðum við formlegu samninganefndina um næstum því ekki neitt?

Hvað sem veldur, þá er víst að þetta skynditilboð er frámunalega neyðarlegt!


mbl.is Svar komið vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband