Á móti Icesave - með góðri samvisku.

Miðað við skuldatölur sem birtar voru rétt fyrir síðustu jól nema skuldir þjóðarbúsins 5150 milljörðum - þar af ríkisins 1794 milljörðum.   Í þessum tölum eru ekki hinar ætluðu Icesave-skuldir, sem enginn virðist vita hversu háar gætu reynst.

Sumir segja að þær ætluðu Icesave-skuldir séu samviskuskuldir því við hefðum bruðlað ótæpilega til einkaneyslu en ég held að í ofangreindum skuldatölum sé einmitt innifalin öll hin meinta einkaneysla.  Það þurfti sem sagt ekki Icesave til þess að bruðla hérlendis, enda virðist sem þeim sjóðum hafi verið ráðstafað erlendis - aðallega í bresku athafnalífi. 

Innifalið í skuldatölunum felst einnig bruðlið í húsbyggingageiranum, svo sem þúsundir hálfbyggðra og/eða óseldra bygginga, sem alls staðar blasa við, sanna.  Það má ekki gleyma því að til allra þessara bygginga þurfti stórfelldan innflutning á byggingarefni, vélum og verkfærum.  Hver græddi á því nema erlendir framleiðsluaðilar - og svo auðvitað skatturinn.  Hvaðan kom vinnuaflið, allar þessar þúsundir farandverkamanna, og hvert voru launin þeirra send?  Þ.e.a.s. afgangurinn þegar skatturinn var búinn að fá sitt.  Semsagt, skatturinn græddi eitthvað, en stór hluti af tilkostnaði fór úr landi.

Ég lít þannig á að þótt við sæjum aldrei aftur kröfur um Icesave-greiðslur, þá munum við samt sem áður þurfa að greiða rándýran samviskuskatt af óráðsíu fjórfrelsisáranna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband