26.10.2011 | 21:10
ESB falt fyrir hæstbjóðanda?
Noregur hefur ekki áhuga, Sviss líklega ekki heldur og Ísland á ekki aur.
Nýir hugsanlegir eigendur eru Kína, Rússland og S-Ameríku ríki.
Er ekki indælt að standa fyrir utan þetta ESB apparat og þurfa ekki að fylgja með í kaupunum?
![]() |
Björgunarsjóður yfir billjón |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.10.2011 | 18:51
"Það er of seint"
svaraði Gunnar Tómasson (fv.hagfræðingur hjá AGS) spurningu þáttagerðarmanna Bylgjunnar síðdegis "hvernig getum við spyrnt við?". Umræðuefnið snerist um hvernig íslenskum stjórnvöldum datt í hug að gefa erlendum vogunarsjóðum tvo íslenska banka; Íslandsbanka og KB/Arion, með skotleyfi á íslenskan almenning og íslensk fyrirtæki.
Á svipuðum nótum var Silfurviðtal Egils við Jóhannes Björn, hagfræðing í New York. Bæði Gunnar og Jóhannes Björn útlistuðu það svínarí sem stjórnvöld og fjórflokkurinn hafa boðið íslenskum almenningi uppá með samstarfi sínu við erlenda vogunarsjóði.
Hvort svínaríið hófst með samsteypustjórn XD og XS eða með minnihlutastjórn XS og XVG með stuðningi XB eða eftir að samsteypustjórn XS og XVG komst til valda skiptir eflaust minnsta máli. Fjórflokkurinn allur er samsekur og hefur reynst handónýtur til þess að verja íslenska hagsmuni.
Þó er ljós í myrkrinu - og e.t.v. lausn; Lúðvík Gizurarson hæstaréttarlögmaður skrifaði grein í MBL daqsins:
" Ríkið á að yfirtaka Íslandsbanka og Arionbanka og leysa Vogunarsjóðina þar út með einu formi eða öðru, jafnvel eignarnámi í hlut þeirra ef ekki vill betur."
Ef til vill er "það" ekki of seint!