Hækkið hraðamörkin aftur í 50 km/klst

og komið hraðaksti þannig niður í 2% eins og var.
Nú - eða stillið umferðarljósin í takt við hægaganginn! 


mbl.is Ökulag olli lögreglu vonbrigðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með Færeyjar?

Teljast þær ekki "land" - eða hafa þær aðeins áhrif á stöðu Danmerkur á þessum lista?


mbl.is Ísland enn á ný friðsælast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjartsýnin lengi lifi, en...

eftir því sem hið svokallaða "flugviskubit" bítur meira, mun gestum okkar fækka.
Ósennilegt er að Greta hin sænska heimsæki landið nokkurn tíma - eða aðrir þeir sem munu fara að fordæmi hennar.  Okkar eina von er að nógu margir sniðgangi þessa annars ágætu hugmynd því landleiðin mun í rauninni menga mun minna en flugleiðin.


mbl.is „Við erum að fara í dýfu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hópuppsagnir eru ekki ólöglegar

en þær þarf að tilkynna Vinnumálastofnun. Auk þess auðvitað að greiða hinum uppsögðu launþegum uppsagnartímann samkvæmt gildandi kjarasamningi og það kemur stéttarfélaginu við.  Ekki starfsmannastefna fyrirtækja sem slík.


mbl.is Trúir því ekki að SA verji hótelstjórann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þversögn

Mér er málið ekki skylt en hvernig er í senn hægt að sleppa laxi og framselja slæðist hann í net sem öðrum fiskum er ætlað?
Nýleg frétt fjallaði um að grásleppuveiðimenn hefðu verið sektaðir fyrir að sleppa slíkum gestum. Þá var það kallað brottkast!


mbl.is Fiskistofa bendir lögreglu á stórlaxafrétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki góð landkynning

Þeim fjölgar með hverri sekúndunni sem skrifa undir.  Það er hægt að fylgjast með undirskriftunum rúlla á hlekknum sem mbl.is setti inn í fréttinni.


mbl.is Þúsundir krefjast brottrekstrar Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki alltaf allt sem sýnist

Fallegri fortíð mjaldursins en ætlað var.  Myndi hann spjara sig með frændum sínum, vel auglýstum sirkusdýrum og væntanlega "siðmenntuðum" við Vestmannaeyjar?


mbl.is Njósnarinn líklega þroskaþjálfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fleiri ástæður?

Ef aðeins 10% félagsmanna kjósa, er þá ekki augljóst að 20-40% þeirra er sama og/eða sáttir við kjarasamninginn og allir hinir yfirborgaðir hvort sem er? 


mbl.is „Þátttakan er allt of léleg“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ónotalegar fréttir

Af fréttunum má skilja að Icelandair taki á móti sex nýjum þotum af þessari gerð nú í vor.  Þessar tvær sem fórust voru einmitt nýjar eða nýlegar.
Gömlu vélarnar sem flugfélagið hefur í notkun eru áreiðanlega búnar að sanna sig og sjálfsagt óþarfi að kippa þeim úr umferð.
En þær nýju þarf greinilega að skoða betur áður en farþegum verður hleypt um borð.


mbl.is Samgöngustofa fylgist með Boeing-rannsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta traustvekjandi?

Er ellismellum hollast að forða varasjóðum sínum úr Arion banka?


mbl.is 10 milljarðar í arð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband