Ónotalegar fréttir

Af fréttunum má skilja að Icelandair taki á móti sex nýjum þotum af þessari gerð nú í vor.  Þessar tvær sem fórust voru einmitt nýjar eða nýlegar.
Gömlu vélarnar sem flugfélagið hefur í notkun eru áreiðanlega búnar að sanna sig og sjálfsagt óþarfi að kippa þeim úr umferð.
En þær nýju þarf greinilega að skoða betur áður en farþegum verður hleypt um borð.


mbl.is Samgöngustofa fylgist með Boeing-rannsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þetta er rétt Kolbrún 575 urnar eru arftakar DC 8 en báðar sterkbyggðar og ekki alveg eins sjálfvirkar. Rols Royce mótorarnir eru ódrepandi og engin sjálfvirkni á þeim bæ. Þessar 737 voru frumhlaup ungra hjá Flugleiðum en þar snýst allt um að láta yngstu og þá óreyndu taka ákvarðanir grundvallað á eldsneytis eyðslu tölum.    

Valdimar Samúelsson, 11.3.2019 kl. 14:56

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Takk Valdimar. Nú hefjast rannsóknir, en eitthvað hefur verið hvíslað um að vandinn sé tölvubúnaðurinn.  Boeing smíðar vélarnar, hreyflarnir koma frá RollsRoyce, en tölvugræjurnar eru frá einhverjum enn öðrum aðila.  Svo það er fullsnemmt að skella skuldinni á hina fyrrnefndu þrautþjálfuðu aðila. Synd ef þeir þurfa að gjalda fyrir.

Kolbrún Hilmars, 11.3.2019 kl. 15:43

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þetta er rétt hjá þér Kolbrún. Heyri að þú ert inn i svona málum. Þessi tölvubúnaður er það viðskálverður og skipanir í tölvuformi eru aldrei af hinu góða þegar flugvélar eru á annað borð. 

Það var kallað fly by wire ig gamladaga þá eru stálvírar sem tengjast stýrunum  og tölvurnar eða sjálfstýringarnar toguðu í þessa sterku stálvíra eða control víra en í dag er búið að fjarlægja þessa víra í rafmagnsvíra og smá saman byrjuðu menn að oftreystu rafmagns vírum og tölvunum. Jafnvel eldingar geta slegið út sjálfstýringunum hvað þá bilanir. Kv V  Boeing 757 er enn með stálvíra en ekki eins settup og var í eldri vélunum.

Valdimar Samúelsson, 12.3.2019 kl. 13:17

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Kolbrún ég ruglaðist en nú í tölvuöldinni er skýringin Fly By wirw  er skipanir með rafmagnsvírum aðeins. Boeing voru síðustu til að breyta þessu. Ég er viss um að menn fari að hugsa til breytingar aftur,  

Valdimar Samúelsson, 12.3.2019 kl. 13:36

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Valdimar, ég hef svo sem ekki mikið vit á flugtækninni sem slíkri, en flýg sjálf nógu oft til þess að hafa áhuga á málinu.  Fyrir mörgum árum las ég ágæta raun-skáldsögu eftir vísindamanninn Crichton; "Airframe".
Söguefnið var einmitt af þessu tagi; flugvélategund sem lenti í sífelldum óhöppum þar sem skuldinni var skellt á flugvélasmiðinn en ekki "innanhúss"tæknina sem var síðan bætt við að óskum kaupandans.

Kolbrún Hilmars, 12.3.2019 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband