20.5.2015 | 15:13
Ekki alltaf allt sem sýnist
Ítrekuð verkföll í fyrirmyndarlandi stöðugleikans? Verkföll í samgöngugeiranum; lestarsamgöngum og flugi.
Í október s.l. var ég uppfærð á fína farrýmið hjá Icelandair frá Frankfurt þegar Lufthansafólk var í verkfalli og færri fengu sæti en vildu í íslensku vélinni vestur yfir hafið.
Fróðlegt verður að sjá hvernig þýskir leysa þessa kjaradeilu. Etv mætti eitthvað læra af þeim.
Þýskar lestarsamgöngur lamaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.5.2015 | 15:20
Tæp 15% félagsmanna
kjósa verkfall, 10% segja nei, 75% skila auðu eða taka ekki þátt!
Er ekki eitthvað að þarna hjá VR?
Samþykktu verkfall hjá VR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.5.2015 | 16:15
Gott að þessu máli lauk með sátt
En ef ekkert bannar myndatökur af vinnu lögreglu á almannafæri, þá vakna spurningar.
Telst andlitsmynd af lögregluþjóni (við störf) dæmi um vinnu lögreglu á almannafæri?
Telst mynd af skjólstæðingum lögregluþjóna (við störf) hluti af vinnu lögreglu á almannafæri?
Er leyfilegt að dreifa slíkum myndum á netinu?
Lögreglan biðst afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.5.2015 | 17:14
Ætti að vera bannað
að taka myndir af lögreglumönnum við störf?
Þeir sem vinna "á götunni" eru aðeins að fara að fyrirmælum yfirboðara og því fylgir áhætta að verða sýnilegt skotmark misyndismanna. Viðkomandi eiga fjölskyldur, maka og börn, líkt og aðrir ríkisstarfsmenn.
Vissulega eru misjafnir sauðir í stéttinni eins og alls staðar er - en stendur vilji til að hrekja alla hina úr starfi?
Spyr um samskipti við lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.5.2015 | 15:43
Skiljanlegt - sumum!
Starfandi á almennum vinnumarkaði fá greidd laun eftirá. Opinberir starfsmenn fyrirfram.
Af hverju vantaði þær upplýsingar í þessa frétt?
Fékk mínus 25 þúsund í laun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.5.2015 | 14:33
Alla söguna, takk
Af þessari frétt má skilja að skuldareigandinn, Íbúðalánasjóður, hafi eignast þarna íbúð fyrir milljón en haldi samt áfram að rukka fyrrverandi eigendur um áhvílandi lán.
Ef satt er, þá er hér opinber stofnun, stofnuð á félagslegum forsendum, að leika ljótan leik sem er algjörlega andstæður ætluðu hlutverki.
Íbúðin var keypt á heila milljón | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.5.2015 | 14:37
Undarleg beiðni
- eða er það ekki venjan að fjárfestar sitji í stjórnum þeirra hlutafélaga sem þeir fjárfesta í, miðað við eignarhluta, og taki þátt í ákvörðunum um reksturinn?
Ekki það að þessi frétt minnir okkur á það að arðurinn sem Grandi úthlutaði hér um daginn fór ekki allur í vasa einkaaðila...
Vill að lífeyrissjóðirnir skipti sér ekki af hlutafélögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.4.2015 | 16:57
Hin frjálsa för verkalýðs
frá láglaunalöndum Evrópu hefur þessar afleiðingar. Það var vitað fyrirfram - og varað við, en enginn hlustaði.
Ræstingafólki sagt upp vegna hagræðingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.4.2015 | 17:20
Verkföll nú eru of snemma á ferðinni!
Auðvitað vilja allir launþegar fá launahækkun. Og það er móðgun við launamanninn að hálaunuðu topparnir, þeir sem stýra kjörum sínum sjálfir, séu einmitt núna að sópa til sín hækkunum sem eru einnig tímaskekkja.
Almenningur er rétt að jafna sig á fjárhagslegum hrakförum eftir hrun og ná jafnvægi. Verkfallsaðgerðir hefðu mátt bíða til sama tíma að ári!
13.4.2015 | 15:33
1369 ár - og eru enn að!
Fyrsta skemmdarverkið var framið árið 646 AD. Þegar bókasafnið í Alexandríu var brennt til grunna af arabískum trúbræðrum liðsmanna núverandi eyðingarafla.
Þar hafði verið safnað saman skrifuðum heimildum um mannlíf í nær þúsund ár sem var eytt á einu augnabliki.
Þurfum við að stækka geymsluplássið á Svalbarða?
Svona var borgin jöfnuð við jörðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |