Nauðungarflutningar

Nú hefur mér verið tilkynnt af Póstinum að búið sé að flytja mig úr R-107 í R-101.

Enginn kostur gefinn á andmælum.

Ég sé því mína sæng útbreidda; eftirleiðis tilheyri ég þessu margumtalaða kaffi-rjóma-lepjandi miðbæjarliði. Pinch


Snjór og meiri snjór

og sér ekki fyrir endann á samkvæmt veðurspánni. 

Hvað varð um hina hnattrænu hlýnun, sem er talin svo alvarleg að hún er orðin féþúfa stjórnvalda hérlendis og í ESB? 

Eða er almættið aðeins að uppfylla óskir þeirra sem þola ekki jól nema þau séu hvít?  Ég segi nú bara eins og maðurinn forðum; hafðu vara á óskum þínum - þær gætu ræst.

Það er alla vega aðeins sanngjarnt að fá afslátt á kolefnisgjaldinu.  Eða fá fyrir það aðstoð við snjómoksturinn.  Er búin að moka útitröppurnar tvisvar í dag með sama árangri og Bakkabræðra þegar þeir báru sólina inn í húfunum.

Svo hafa snjóruðningstæki á götu og gangstétt myndað samsæri um að fela litla sparneytna bílinn minn í snjóskafli.   Sennilega þarf ég að huga að því að fjárfesta í öflugum jeppa. 

Ætli það fáist harðbýlisstyrkur út á jeppakaupin  þegar hnatthlýnunin hefur klikkað?

 


Engan þarf að undra þessa neitun

Sautján evruríki ætla að leggja í púkkið það sem svarar að meðaltali 8.8 milljarða punda á hvert þeirra. En Bretland; ekki-evru-ríki, á að punga út með 25 milljarða punda!

Eru menn með öllum mjalla þarna á meginlandinu?


mbl.is Bretar loka á AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Franskir eru ekki að gera ESB neinn greiða

með því að espa Frjálslynda breska ESB sinnaða flokkinn upp á móti sér.

Það er ekki ofsögum sagt af vandræðagangi ESB apparatsins þessa dagana.


mbl.is Bretar svara Frökkum fullum hálsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimasætan bíður óróleg

á meðan forráðamenn hennar semja við væntanlega tengdafjölskyldu. 

Nú hefur heimasætan beðið í hátt á þriðja ár, en er að gerast óþolinmóð, því einungis 1/4 hluta reglanna, sem tengdafjölskyldan setur, hafa verið samþykktar af hennar fólki.   Henni er sagt að verið sé að semja um einar 35 höfuðreglur sem henni verður gert að fylgja í hjónabandinu, en hún hefur þó samt aðeins óljósa hugmynd um hverjar þær eru.  

Heimasætan vonar þó að þegar allt er klappað og klárt; öll hennar fjármál, forsjá og sjálfsákvörðunarréttur hafa verið afhent tengdó, þá muni henni gefast kostur á að segja hátt og snjallt NEI við altarið.  Samt er hún ekki örugg - hvað ef presturinn er annað hvort heyrnarlaus eða þykist ekki heyra?

Frá upphafi var heimasætan aldrei alveg sannfærð um að hjónabandið gæti lukkast, en eftir að sögur fóru ítrekað að berast um ístöðuleysi brúðgumans líst henni nú enn síður á ráðahaginn.  Ætti hún e.t.v. að fara fram á að þessum hjónabandshugmyndum verði frestað um sinn?

 


mbl.is Skref áfram í viðræðum við ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að dreifa valdinu

hefur alltaf þótt happasælast - sérstaklega þó í lýðræðisríkjum.

En fjármálaráðherrann er auðvitað einu skrefi á undan okkur hinum með þessa samræmdu yfirstjórn fjármálanna. Miðað við brölt valdaþjóðanna í ESB þessa dagana, verður öll fjármálayfirstjórn hvort sem er komin til Brussel og þá þurfum við bara einn stimpilpúða hérlendis.

Hver er annars staða lýðræðisins á "Íslandi í dag"?


mbl.is Yfirstjórn efnahagsmála á einum stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband