Gleymdist eitthvað?

Fróðlegar myndir með þessari frétt.  Vel er hugsað fyrir umferð; gangstétt fyrir gangandi, hjólabraut fyrir hjólandi, akbraut fyrir akandi.

En hvað með alla þessa frábæru veitingastaði og verslanir?  Hvar er gert ráð fyrir þeirra aðdráttum?  Gangandi, hjólandi og akandi geta ekki gert kröfu til þess að þeirra aðdrættir fari fram á tímanum eftir kl. 7 á kvöldin og fyrir kl. 7 á morgnana á þeirri forsendu "á meðan allir vinna".  Hverjir nema vinnandi sjá um aðdrættina - og hverjir nema vinnandi taka á móti þeim?


mbl.is Aðförin að einkahjólinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðalatriðið er sparnaður

Hvað er athugavert við það að ræstingarfólk vinni á daginn? 

Vissulega væri æskilegt að allir launþegar ynnu um kvöld og nætur á rúmlega helmingi hærri launatöxtum en bjóðast í dagvinnu, en hætt er við að almúginn vildi ekki kaupa þá þjónustu. 

Af hverju skyldi ríkið þá gera það?


mbl.is Ráðuneytin nú þrifin á daginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðinni var gefinn flugvöllurinn

á sínum tíma - auðvitað á þjóðin að ákveða hvað hún vill gera við hann.

Sjálf er ég hvoru tveggja; borgarbúi og þegn landsins í heild, og eindregið meðmælt því að skipulagsvald borgarinnar verði skert í þessu máli.  Ekki aðeins skynsemin býður mér að okkur sé hollast að halda flugvellinum með tilheyrandi flugrekstri óbreyttum, heldur fagurfræðin líka.  

Þeir sem efast um fagurfræðina mega gjarnan gera sér erindi niður á Skúlagötu og skoða útsýnið þar til suðurs. 


mbl.is Þjóðin ákveði framtíð flugvallarins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband