28.1.2011 | 18:30
Landskjörsstjórn hefur nú sagt af sér!
Forsætisráðherra mun hins vegar ekki segja af sér fyrir hönd ríkisstjórnar sinnar á meðan henni þykir ekki einu sinni ástæða til þess að biðjast afsökunar.
Mun Hæstiréttur segja af sér á morgun?
![]() |
Biðst ekki afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.1.2011 | 18:24
Svonefnd frétt?
"Svonefnd Samband Garðyrkjubænda fékk svonefnda fánarönd ... skráða sem vörumerki"
Þeir aðilar sem leggja í rándýran hönnunarkostnað við vörumerki sitt og fara að lögum og reglum með skráningu vörumerkisins eiga betra skilið en að því megi stela af óprúttnum sem vilja ekki aðeins spara sér kostnaðinn heldur einnig njóta góðs af góðu auglýsingagildi vörumerkisins.
Vanda sig næst, "svonefndir" fréttamenn mbl.is...
![]() |
Merki Matfugls of líkt merki garðyrkjubænda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.1.2011 | 16:54
Nú er fullreynt!
Ég skrifaði síðast í gær hér á blogginu að við lifðum á örgustu öfugmælatímum. Þó sá ég ekki fyrir tíðindi dagsins og hefði ekki búist við því að vont gæti enn versnað.
Forsætisráðherra hyggst að sögn flytja skýrslu á Alþingi eftir tæpan hálftíma. Vonandi verða lokaorð þeirrar skýrslu: Ríkisstjórnin afsalar sér hér með umboði sínu!
15.1.2011 | 14:54
Hvað kostar ESB pakkinn?
Nú hafa landsmenn haft um það bil eitt og hálft ár til þess að kynna sér djásnin í "gjafa"pakka ESB. Því hlýtur að vera farið að sjást í botninn, en þar hlýtur reikningurinn fyrir pakkann að leynast. Víst er að ekki var sá reikningur efst eða utan á eins og gildir almennt um innflutta pakka.
Þar sem ég hef hingað til hvorki heyrt né séð hvað þjóðin þarf, um aldur og ævi, að greiða fyrir pakkann, er mér nú spurn:
Hvert verður árlegt aðildargjald Íslands til ESB ef af aðild verður?
Hvernig verður það aðildargjald reiknað?
Einhver hlýtur að geta svarað þessum tveimur einföldu spurningum, ekki síst þeir sem þykjast kunna að verðmeta allt annað sem pakkanum viðkemur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.1.2011 | 18:26
Frábær ljósmynd
Svo mega menn tala sig bláa um að sígaretta eða flugeldur hafi kveikt í.
Hver býður betur?
![]() |
Eldhringur í Vatnsmýrinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.1.2011 | 14:33
Dulbúin ósk um þjóðaratkvæðagreiðslu?
Vilji Alþingis á að endurspegla vilja þjóðarinnar, en það er ekki hægt um vik fyrir VG, sem hefur kaupslagað um stefnu sína í stjórnarsáttmálanum. VG er í klípu.
Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB gæti leyst vanda VG.
![]() |
Þingið endurnýi umboð til ESB-umsóknar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |