Landskjörsstjórn hefur nú sagt af sér!

Forsætisráðherra mun hins vegar ekki segja af sér fyrir hönd ríkisstjórnar sinnar á meðan henni þykir ekki einu sinni ástæða til þess að biðjast afsökunar.

Mun Hæstiréttur segja af sér á morgun?


mbl.is Biðst ekki afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

"Mun Hæstiréttur segja af sér á morgun?"

Það væri mjög vel við hæfi. Dómaranna ættu að bíða erfið réttarhöld. Þá íklæddir borgaralegum klæðum. Ekki í blásvörtu skikkjunum sínum.

Björn Birgisson, 28.1.2011 kl. 19:14

2 Smámynd: Ragnar Einarsson

Frekar hæðstiréttur en ríkistjórn,,,,,,,þessi kostning til þessa þings var í fyrsta

skipti sem atkæði mitt gildir líkt og afdalabænda, og fyrsta skypti sem ég kaus.

er 43

Og Einræðistjórnir ógilda kostningar sem henta þeim ekki.  Svinld í Bananalýðveldi

Ragnar Einarsson, 28.1.2011 kl. 19:16

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Björn, ég var ekki par hrifin af dómi Hæstaréttar í september, sem var í takt við vilja ríkisstjórnar, en ég fór ekki á límingunum við það. Dómnum er ætlað að dæma samkvæmt lögunum og dómar þeirra verða því hvorki betri né verri en lögin bjóða upp á. Löggjafinn ber ábyrgð á lögunum og ríkisstjórnin stýrir löggjafarvaldinu - sem kann að vera brot á þrískiptingu valdsins. Menn deila um hvort ráðherravaldið telst hluti af framkvæmdavaldinu eða löggjafarvaldinu.

Ragnar, bananar eða ekki - við erum að fylgjast með í beinni hvernig einræðisstjórnir fæðast!

Kolbrún Hilmars, 28.1.2011 kl. 19:38

4 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Innanríkisráðherra ætti að segja af sér og hann hefði líklegast krafist þess á meðan hann var í stjórnarandstöðu.  Svo ættu þeir þingmenn sem komu að því að semja lögin að biðjast afsökunar og jafnvel allir sem samþykktu þau á þingi.  Einhverjir hafa nú riðið á vaðið með það og eru meiri menn fyrir vikið.

Axel Þór Kolbeinsson, 28.1.2011 kl. 19:38

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Axel, einmitt, Róbert Marshall varð fyrstur til og á heiður skilinn. Forsætisráðherrann lagði hins vegar línuna um að ríkisstjórnin væri flekklaus og skella ætti skuldinni á embættismennina. (Það þarf alltaf að reka skúringakellinguna ef forstjórinn klúðrar rekstrinum syndrómið!)

Merkilegt er að fólk skuli enn vera í þeim fjórflokkspólitísku skotgröfum að átta sig ekki á því að nokkrir heiðarlegir þingmenn leynast innan allra undirdeilda 4flokksins.

Kolbrún Hilmars, 28.1.2011 kl. 19:58

6 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Árni Þór var líka búinn að biðjast afsökunar.  Í flestum þeim löndum sem við höfum viljað miða okkur við hefði sá ráðherra sem ber stjórnsýslulega ábyrgð sagt af sér eða í það minnsta beðist afsökunar.

Axel Þór Kolbeinsson, 28.1.2011 kl. 20:06

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Axel, slíkt tíðkast ekki hér á landi. Pólitískur hroki kemur í veg fyrir að sýna megi veikleika, mýkt, þjónustulund og kurteisi gagnvart kjósendum - og undirsátum.

Kolbrún Hilmars, 28.1.2011 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband