Meiri skemmtilegheit frá loftslagsráðstefnunni.

Blessunin hún Svandís hefur það alveg á hreinu að íslendingar hafa svigrúm til þess að draga úr mengandi orkunotkun sinni um 30% til þess að koma í veg fyrir "global warming".

Nú hef ég ekki tiltækar tölur um hvernig (mengandi) orkunotkun hérlendis skiptist og eftirfarandi er hrein ágiskun:

30% = fiskveiðiflotinn og sjóflutningar
25% = flutningar á landi og í lofti - vöruflutningabílar og flugsamgöngur
25% = einkanotkun - bílar, grill, varðeldar, útöndun
20% = iðnaður - verksmiðjur og vinnuvélar  

Hvað eigum við svo helst að skera niður?  Og ef við hvorki getum það né viljum; hvað mun það kosta og hvert eigum við að senda tékkann?

PS:  hefur einhver hlutfallstölurnar á hreinu?

PPS: landbúnað allrahanda reikna ég með iðnaði -  ferðamannaviðskipti (á landi) undir einkanotkun


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Það má ekki gleyma því að Svandís er að rústar ferðarmannaiðnaðinum með aðgerðum sínum.

Ferðarmannaiðnaðurinn losar um 4,1 til 4,2 miljónir tonna af CO2 , reikna má við að gjöld á farmiða til Íslands muni nema eftir 2012 100 til 200€ eða á milli eða 18.000 til 32.000 þúsund á farmiða til og frá landinu um 5000 þúsund innalanda ná fram að gang sú gjaldskrá sem um hefur verið rædd.

Nú er spurningin hvað munu aðiljar í ferðamanniðnaðinum gera en hefur ekkert heyrst frá þeim. 

Árið 2012 mun flug á Íslandi falla undir viðskiptakerfi  ESB un losunarheimildir. Það nær til allra flugsamgangna til og frá landinu. Flugfélög munu þá þurfa útstreymisheimildir hvort sem flogið er til og frá Bandaríkjunum eða Evrópu.

Áður en þetta var ákveðið vöktu íslensk stjórnvöld athygli stjórnmálamanna og embættismanna í ESB og aðildarríkjum á þeirri sérstöðu sem Ísland býr við . Ekki höfðu þau árangur sem erfiði ekkert tillit er tekið til eyríkja.

 Tilskipun ESB sem kveður á um að flugsamgöngur falli undir viðskiptakerfi ESB með útstreymisheimildir mun væntanlega koma hlutfallslega verst niður á samgöngum á Íslandi en í örðum Evrópuríkjum. Vonast var til þess að íslensk stjórnvöld myndu við innleiðingu tilskipunarinnar í EES-samninginn fara fram á undanþágu fyrir innanlandflugið. Nýlega ákvað ríkisstjórnin hins vegar að það skyldi ekki gert og kemur því innanlandsflugið til með að falla undir kerfið frá 2012. Innanlandsflugið þarf því að reikna með að verða fyrir tugmilljóna króna kostnaði vegna þessa. 

 Þessu tala er heildar tala sem nær til ferðarmannaiðnaðarins alls verði hinsvegar reiknaða út losun í háloftunum en þar er gildið um fjórfalt miða við á jörðu á jörðu niðri eða 4,1 milljón tonn * 3.8 gerir 15.58 milljón af CO2 losun frá um 30 þúsund fetum og ofar.

iðnaður - verksmiðjur og vinnuvélar 1.2 milljón.

 fiskveiðiflotinn og sjóflutningar og vöruflutningabílar+ bílar 800 þúsun ton eða = 1.6 milljó.

Rauða Ljónið, 18.12.2009 kl. 16:49

2 identicon

Alveg er ég rasandi. 30 %. Er þá áælunin að hætta fiskveiðum eða eitthvað annað sambærilegt við það. Þá getur við alveg lokað og læst, búið til holu og mokað yfir okkur. Hvernig getur við boðið börnunum okkar að búa hérna sérstaklega þegar maður hefur ekki áhuga á því sjálfur. Hvaða bull er þetta. Erum við að fórna okkur til að forðast ;global  warming" ekki hélt ég að við (300.000)skiptum öllu sköpum um hlýnun jarðar, (með green energy). En þar hafði ég greinilega rangt fyrir mér.

með grænni keðju

jarðbúi (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 19:00

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sælt Ljón. Þakka þér fyrir þetta, það er verulega fróðlegt að sjá hvað flugið á stóran þátt í útblæstrinum hjá okkur.

Miðað við þínar tölur er losunin samtals 6.9 milljón tonn og þar af flugið 59%, sem ég vanmat illilega. Greinilega verður hægast að skera niður þar, en hver þorir því?

Kolbrún Hilmars, 19.12.2009 kl. 14:46

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég get ekki stillt mig um að bæta inn því sem Björn Bjarnason hefur eftir ritstjóra BT á blogginu sínu varðandi 30% hennar Svandísar:

6. Það var skynsamlegt af ESB-löndunum að leggja ekki fram það spil, sem þau höfðu á hendi um að lofa að auka minnkun gróðurhúsaáhrifa árið 2020 úr 20% í 30%. Orðið „fífl“ hefði verið letrað á bak Evrópumönnum, hefðu þeir kastað fram þessu spili í ljósi lokaniðurstöðunnar.

(Loftslagsritstjóri Berlingske Tidende, Claus Kragh, segir Dani geta lært af ráðstefnunni og nefnir átta atriði til sögunnar)

Kolbrún Hilmars, 20.12.2009 kl. 17:59

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Takk fyrir innlitið, jarðbúi.  Athugasemdin þín hefur líklega tafist í eftirlitinu hjá hnatthlýnunarlöggunni - hún birtist hér tveimur sólarhringum of seint miðað við tímasetninguna 

Kolbrún Hilmars, 21.12.2009 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband