Dýrkeypt samstarfsyfirlýsing nýrrar ríkisstjórnar

"Ákvörðun um aðild Íslands að Evrópusambandinu verði í höndum íslensku þjóðarinnar sem mun greiða atkvæði um samning í þjóðaratkvæðagreiðslu að loknum aðildarviðræðum."

Þá vitið þið það, gott fólk, sem hafið verið tvístígandi varðandi ESB aðild og viljað "skoða pakkann" á umhugsunarstiginu.  Okkur öllum verður gert að borga brúsann fyrir hið útvalda samningslið landsins, svipað og við þurftum að gera með kosningaherferðina um fulltrúa í Öryggisráð SÞ.

Það verður ekki leyft að skoða pakkann ókeypis; pakkinn kemur tilbúinn heim í hús og við verðum krafin um burðargjaldið hvort sem við skilum honum eða þiggjum.

     

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Það er í lagi að kjósa um samninginn en ég treysti ekki Samfylkingunni til að semja fyrir mína hönd því þeir virðast haldnir blindu á þessi mál það verður allt sett á sölu til að ná samkomulagi og þá verður það fellt og þá getum við sagt þetta var of dýru verði keypt.

Fari efasemdar menn og semja þá kæmi hugsanlega samningur sem hentaði þjóðinni en Össur hann á að vera heima á meðan samið er og allur hans flokkur.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 12.5.2009 kl. 23:15

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þarna er ég alveg sammála þér Jón.  Það er afleitur fulltrúi sem gengur að samningaborði ef hann ætlar sér að ná samningi hvað sem það kostar.  Sá er svo sannarlega ekki í góðri samningsaðstöðu.

Annars þykir mér afskaplega súrt að skattgreiðendur þurfi að kosta milljónaviðræður eins og ástatt er í fjármálum landsins.  Þessu ESB rugli á að fresta þar til síðar, enda er borðliggjandi að ekkert varðandi þessa aðild kæmi til með að bjarga þeim málum sem á þjóðinni brenna nú.

Kolbrún Hilmars, 13.5.2009 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband