Hvað ef?

Er þetta það sem koma skal með óheftum kjötinnflutningi?  Að neytendum verði tilkynnt X-mörgum mánuðum eftir neysluna að kjötið hafi verið óhæft til matar?  Er matvælaeftirlitið semsagt bara álíka puntudúkka og fjármálaeftirlitið?

Hvað var annars athugavert við írska kjötið?


mbl.is Engin hætta vegna svínakjöts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var eitthvað efni í þvi sem var 150-200 sinnum hærra en leyfilegt er, og það sama efni var sagt  valda krabbameini. Man ekki hvað það heitir.

En það sem mér þótti merkilegast að við höfum hér matvælaeftirlit sem er samt ekki til neins, því það annar engan vegin því sem þarf að gera.

Nú og til hvers er þá verið að veita krónum í það,  þegar það virkar ekki hvort eð er??????

(IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 18:38

2 Smámynd: Rannveig H

Það er ekki bara víða pottur brotin. hann er alstaðar mölbrotin.

Rannveig H, 7.12.2008 kl. 21:39

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Vonandi fyrirgefið þið síðbúin svör, takk fyrir innleggin
Ég er bara orðin svo yfir mig gáttuð á öllum þessum vandræðagangi íslensku sveitamennskunnar að það jaðrar við uppgjöf fyrir öllum hálfvitahættinum.

Það þarf að skjóta niður yfirlætisblöðrur útrásarliðs og ESB sinna, koma liðinu niður á jörðina og sýna þeim svart á hvítu að hér á landi búa AÐEINS 300 þúsund manns - sveitamennskan felst í því að gera sér ekki grein fyrir því.
Vilji þetta lið spila með fjöregg 300 milljóna þjóðar, getur það bara hypjað sig þangað þar sem þann fjölda er að finna.  Og tekið með sér skuldirnar sínar, við IceSave og fleiri!!

Já, ég er ekkert sérstaklega skapgóð þessa dagana - enda er kvittur á kreiki um að ógæfumennirnir séu á vappinu til þess að komast yfir bankana sína aftur.

Kolbrún Hilmars, 8.12.2008 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband