Sumum var misboðið

þegar pólska fréttin var birt á mbl.is í dag og sáu fyrir sér nú væri hið ástkæra ylhýra að lúta í gras fyrir frjálsa flæðinu og tungumálum allrahanda.  En þetta eru áreiðanlega óþarfar áhyggjur.

Í matvörubúðinni sem ég skipti við er ung pólsk kona á kassanum.  Fyrir 3-4 mánuðum skildi hún ekki orð í íslensku (eða ensku) en  nú erum við hættar samskiptum á bendingamáli og notumst við einfalda íslensku.  Hún tekur daglegum framförum í íslenskunni en ég hef ekki einu sinni lært að segja "takk fyrir" á pólsku Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skattborgari

Það er eðlilegt að hún læri túngumálið en ekki þú þar sem að það er hún sem er kominn hingað til lands en ef þú værir flutt til Pólands þá værir það þú sem þyrftir að læra Pólsku.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 7.10.2008 kl. 22:51

2 identicon

Hæ hæ.

Segðu við hana næst þegar þú verslar hjá henni Din dobre eða bara Dobre ( örugglega ekki rétt skrifað en sagt svona)      það þýðir góðan daginn... eða daginn, ég lærði það í Póllandi og líka að segja SKÁL, en merkilegt nokk  ég man ekki hvernig það var, hef sennilega skálað of mikið   já og ég sá að þú hafðir ratað á endanum.

(IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 00:20

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Sammála Skatta.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 8.10.2008 kl. 02:25

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Bankakerfið hefur ekki lengur efni á slíkum lúxus - nú þurfa kúnnarnir að gjöra svo vel og læra íslensku - og krimmarnir líka!  því löggæslan  hefur heldur ekki efni á því að hafa 10-15 túlka á launum...

Kolbrún Hilmars, 8.10.2008 kl. 18:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband