Vantar eitthvað í þessa frétt?

Maður stendur upp í sæti sínu.   Hugsanlega aðeins til þess að lina sinadráttinn í kálfa eða il. 

Veifaði hann vopni, hrópaði ókvæðisorð að samferðamönnum, eða lét öllum öðrum illum látum?

Verði náunginn saksóttur fyrir það eitt  "að standa upp í sæti sínu" þá er vert að muna að þeir "farþegar og áhöfn" sem "yfirbuguðu" manninn, hljóta líka að hafa staðið upp...


mbl.is Farþegi stóð upp í lendingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Manni dettur í hug að þessi ofsaviðbrögð séu afleiðing af fyrra uppþotinu.  Hér þarf að gjalda varkárni við svona viðbrögðum.  Var reynt að fá manninn til að setjast niður?  Það vakna ýmsar spurningar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.1.2013 kl. 17:24

2 identicon

,,When you gotta go you gotta go". Kannski þurfti hann að pissa, kannski var hann orðinn þreyttur á að sitja klukkutímum saman við þröngan kost.

Heiða (IP-tala skráð) 12.1.2013 kl. 18:06

3 identicon

Ég var nú einu sinni á klósettinu í lendingu. En það var fyrir 15 árum.

jonas (IP-tala skráð) 12.1.2013 kl. 19:45

4 Smámynd: corvus corax

Ég lenti einu sinni á klósettinu......

corvus corax, 13.1.2013 kl. 07:21

5 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ég held hann hafi bara verið að þjófstarta.Það má ekki.

Jósef Smári Ásmundsson, 13.1.2013 kl. 12:02

6 identicon

Ég skil þetta nú bara ekki alveg. Auðvitað hlítur að vanta e h í þessa frétt. Eða ég ættla rétt að vona það! Auðvitað á fólk að sitja í lendingu og allt það.. Enn kannski var hann á leið á klósetið nú eða að ná í lyf sem hann þurfti? Kannski var hann e h veikur og þurfti að standa upp?? Er þetta kannski það sem koma skal? Að farþegar ráðist á hver annan og áhöfnin leið svo árásirnar ef e h hóstar eða stendur á fætur að e h þannig??

óli (IP-tala skráð) 13.1.2013 kl. 12:58

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ja, engar fréttaskýringar hafa verið birtar.

En eins og ég sé þetta fyrir mér, þá stóð maðurinn upp "skömmu áður" en lent var og hópur fólks einnig í mótmælaskyni og þjappaði sér í eitt og sama sætið  - ofan á uppistandarann.

Er ekki líka bannað að fjölmenna í eitt sæti í lendingu?

Kolbrún Hilmars, 13.1.2013 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband