Líklega stærsta mál aldarinnar

Í kjölfar seinni heimstyrjaldar reyndu vestræn samfélög að byggja upp samhjálparmódel heima fyrir þar sem hugsað var fyrir þörfum allra hópa samfélagsins; sjúkra, fatlaðra, aldraðra, sem hinir starfandi þegnar réðu við að framfæra.   Módelið virtist skynsamlega uppbyggt því eftir nokkurra áratuga reynslu virtist það virka ágætlega.   Öryggið í ellinni tryggt  þar sem hlutverk kynslóðanna var niðurnjörvað - við blasti hið ljúfa sólsetur!

En  módelið var ekki hannað og reiðubúið að taka við innrás!   Nú er öll vestur Evrópa á hvolfi og veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga.  Fólksflóttabylgjan úr öllum áttum er að kæfa hin værukæru, gömlu ríki sem voru búin að "skipuleggja elliárin".  Auðvitað vilja þau helst kúra áfram, en hversu lengi fá þau frið til þess?

Miðað við fréttir frá gömlu Evrópu er stór hluti þessara flóttainnflytjenda þiggjendur og á framfæri innfæddra.   Hvað hafa menn þar hugsað sér varðandi framtíðina; munu þessir innflytjendur falla inn í þjóðfélögin sem fyrir eru, taka þátt í að viðhalda þeim eða eyðileggja þau?  

Eins og Svavar segir: "Það virðist varla nokkur þjóð ráða við að svara þessu með þeim hætti að sátt sé um."


mbl.is Stærsta mál aldarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband