Hvað er að gerast í bankakerfinu?

Ég fékk tilkynningu frá viðskiptabankanum mínum í vikunni um að gamla góða fyrirkomulagið með auðkennislykil á netinu væri úrelt frá og með áramótum.  "Tímarnir breytast og tækin með" eins og það var orðað.  En meginmálið var að í framtíðinni hefði ég ekki aðgang að bankareikningum mínum nema með sérstöku "appi" í símanum mínum.

Er það svo tilviljun að á sama tíma fæ ég tilkynningu frá símafyrirtækinu, sem ég hef viðskipti við, að "fyrirhugaðar eru breytingar á verðskrá og skilmálum" þann 1. des n.k.

Ofangreint eru einhliða tilkynningar frá þjónustuaðilum.  Hvar eru neytendasamtökin?


Bloggfærslur 5. nóvember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband