Hvað er að gerast í bankakerfinu?

Ég fékk tilkynningu frá viðskiptabankanum mínum í vikunni um að gamla góða fyrirkomulagið með auðkennislykil á netinu væri úrelt frá og með áramótum.  "Tímarnir breytast og tækin með" eins og það var orðað.  En meginmálið var að í framtíðinni hefði ég ekki aðgang að bankareikningum mínum nema með sérstöku "appi" í símanum mínum.

Er það svo tilviljun að á sama tíma fæ ég tilkynningu frá símafyrirtækinu, sem ég hef viðskipti við, að "fyrirhugaðar eru breytingar á verðskrá og skilmálum" þann 1. des n.k.

Ofangreint eru einhliða tilkynningar frá þjónustuaðilum.  Hvar eru neytendasamtökin?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Skiptu í Landsbankann.

Þar er gott að vera.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.11.2016 kl. 18:28

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Heimir, ég var einmitt að skoða valkostina á netinu og sýnist að Landsbankinn bjóði uppá góða þjónustu án þess að blanda uppihaldi símafyrirtækja í málið.  En ég þarf líklega að skipta um símaþjónustu líka.  Þetta verður hreint ekki auðvelt :)

Kolbrún Hilmars, 5.11.2016 kl. 18:41

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

En mér er reyndar alvarlega misboðið; er búin að skipta við þennan sama banka í 40 ár, bankinn sjálfur hefur margoft skipt um nöfn og kennitölur á þeim tíma, ég sjálf aldrei.  Gæfa mín er að ég skulda þessum banka ekki krónu og er frjáls að því að flytja "alla" mína aura annaðhvort til Tortola eða Austurstrætis ef mér sýnist svo!

Kolbrún Hilmars, 5.11.2016 kl. 18:53

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er hjá Íslandsbanka, sem hættir með auðkennislykilinn um áramót.  Ég tók upp "rafræn skilríki" í GSM símann hjá mér, sem virka þannig: Ég byrja á að velja fjögurra stafa tölu, sem mitt auðkenni sem gengur á ALLT sem ég þar að notast við.  Þegar ég ætla inn á netbankann þá stimpla ég bara inn GSM símanúmerið mitt, eftir smá stund staðfesti ég bara að svar hafi borist og slæ inn töluna mína og staðfesti eftir smá stund er reikningurinn minn opnaður.  Þetta kerfi er mun einfaldara en að vera með auðkennislykilinn og þessi "rafrænu skilríki" eru bara mörgu sinnum þægilegri.  Mikið betra að muna bara eitt númer fyrir allt sem maður þarf að gera.  Jú og svo verður maður að muna símanúmerið sitt.. wink

Jóhann Elíasson, 5.11.2016 kl. 20:37

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Jóhann, gott og blessað ef þér finnst þetta þægilegt. En það kostar ekkert að nota auðkennislykilinn og gerist varla auðveldara að tengjast! 
Öll símanotkun kostar - og amk mitt símafyrirtæki hyggur gott til glóðarinnar og ætlar að hækka alla sína þjónustutaxta strax um næstu mánaðamót.  Við hvaða símaþjónustu skiptir þú annars?

Kolbrún Hilmars, 5.11.2016 kl. 20:54

6 identicon

Já og þetta gjald verður mjög lágt, svona til að byrja með, er mér sagt af starfsmanni bankans. En hvað svo þegar fram líða stundir? Og hvað með alla þá sem eru orðnir of gamlir til að fylgjast með öllum þessum nýjungum. Það liggur við að maður verði að hætta að vinna til að ná að hlaða niður öll öpp sem eru orðin ómissandi í dag. Hvernig í ósköpunum fórum við að því að draga andann hér áður fyrr?

Steindór Sigurðsson (IP-tala skráð) 6.11.2016 kl. 03:42

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Einmitt, Steindór.  Ég er ein af þessum gömlu sem finnst óþarfi að breyta því sem er í góðu lagi, auk þess sem ég er ekki mjög háð símanum mínum.  Góð og veltengd tölva er mitt uppáhald, bæði sem vinnutæki og samskiptamiðill.

Kolbrún Hilmars, 6.11.2016 kl. 13:02

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þetta mál ER neytendamál!  Þær upplýsingar sem ég hef fengið eftir þessa birtingu segja mér að svokallaður Íslykill frá Þjóðskrá veiti allan þann aðgang sem fólk þarf, að bankakerfinu jafnt sem opinberum upplýsingum.
Sem kostar auðvitað ekki neitt. 

Kolbrún Hilmars, 7.11.2016 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband