Hverjir fá að kjósa?

Allir íslendingar "sem hafa aldur til" eru sagðir hafa fengið úthlutað aðgangskóða í heimabanka sínum til þess að komast inn á kosningavef ÍslendingaVals.

Annað hvort hefur undirrituð fallið á aldurstakmarkinu (því efra) eða þá að heimabankinn hennar tekur ekki þátt í plottinu.   ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En við sem notumst ekki við heimabanka????

Kolbrún (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 19:18

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Að ekki nú sé talað um þau ósköp, nafna mín. :)

Ekki er skárra þó að leiðbeiningar ÍslendingaVals eru á við að detta inní miðja matreiðsluuppskrift - grunnleiðbeiningarnar vantar...

Kolbrún Hilmars, 14.12.2009 kl. 20:10

3 identicon

... við erum úrelt og ekki  meira um það að segja... heimabankar eru miðaðir við unga fólkið sem hefur bæði metnað og  kjark til að vera stærri en við litla fólkið....

Viskan (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 20:45

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hananú, gat nú verið að "litla" fólkið yrði útundan líka...  :)

Kolbrún Hilmars, 14.12.2009 kl. 21:04

5 identicon

Ég er búin að kjósa, fann þetta undir rafræn skjöl í "mínum" banka svo þeir eru allavega í "plottinu" . Þoli reyndar ekki þetta nýja nafn á þessu fyrirbæri svo nú er ég aftur farin að  nota Búnaðarbanka nafnið og mun gera þar til þeir sjá að sér með þetta ljóta nafn, slæmt var nú Kaupþing en omg þetta er hryllingur.

(IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 22:02

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég fór einmitt inná rafræn skjöl en fann ekkert líklegt; heitir þetta eitthvað annað þar, Silla?

Kolbrún Hilmars, 15.12.2009 kl. 11:35

7 identicon

Já það er ekki kosning minnir það vera eitthvað eins go 'islendingabók eða eitthvað svoleiðis

(IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 11:49

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Komið inn á rafrænu skjölin mín - efst á lista! Næst á dagskrá er að nýta atkvæðisréttinn... :)

En varðandi þá sem ekki hafa heimabanka, eins og nafna mín hér að ofan nefnir; ætli þeir geti farið í bankann sinn og kosið þar með aðstoð þjónustufulltrúa? Væri alls ekki svo galið svo jafnréttis sé gætt.

Kolbrún Hilmars, 15.12.2009 kl. 15:03

9 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hmmm, ég mátti vita að eitthvað var ekki eins og átti að vera.

Þegar ég ætlaði að kjósa í gegnum heimabankann minn kom upp tilkynningin: "Ekki er hægt að skoða rafræn skjöl - unnið er að viðgerð".

Kolbrún Hilmars, 15.12.2009 kl. 17:53

10 identicon

Takk fyrir upplýsingarnar nafna, ég ætla að athuga þetta í mínum "Búnaðarbanka" á morgun ;)

Kolbrún (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 18:18

11 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Leyfðu mér að fylgjast með hvernig til tekst, nafna mín. 

Kolbrún Hilmars, 15.12.2009 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband