Verður slysabörnum ætlað að greiða Icesave?

Ábyrgir mögulegir foreldrar munu væntanlega "halda að sér höndum" næstu árin, svipað og gerðist um og uppúr seinnistríðsárunum.
Spurningin er bara hvort slysabörn nútímans verði fús eða hæf?
mbl.is 44% lækkun á rétt rúmu ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er á móti því að kalla þetta fæðingarorlof, þetta á að vera fæðingarstyrkur og ætti að vera sama upphæð fyrir öll börn óháð efnahag, og óháð kyni foreldra. Upphæðin ætti að vera um það bil 250-300.000 en það eru laun sem margir hafa og enn fleiri ná ekki og sá hópur þarf mest á þessum styrk að halda. það var fáranlegt að taka % af launum á sínum tíma og foreldrar eiga að fá að ráða því sjálf hvort þeirra tekur þessa 9 mánuði, ef það eru peningar sem eiga ráða því hvort karlinn tekur orlof eður ei eru þeir hvort eð er ekki orðnir nógu þroskaðir til að takast á við þessa ábyrgð. 

(IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 19:19

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sammála þér, Silla, enda er þetta barneignarfrí ekkert ORLOF eins og við þekkjum báðar mæta vel.

Ég mæli með lægra markinu, 250 þús, per barn. Það sparar ótrúlega marga aura að þurfa ekki að sækja vinnu í 6-9 mánuði og ef pabbarnir finna sig ekki í því, þá á þeirra tími bara að falla niður. Annað eins gerist hjá börnum einstæðra mæðra.

Kolbrún Hilmars, 25.11.2009 kl. 19:39

3 identicon

Nákvæmlega, það gleyma því margir hvað það getur sparað mikið á því að vera heima og aldrei er það reiknað inn í jöfnuna, kannski vegna þess að menn vilja ekki vita það.

(IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 19:55

4 identicon

Það er eitt sem þið stöllur klikkið á að taka inn í dæmið. Litið hefur verið á konur sem annars flokks starfskrafta þar sem þær hafa horfið í kringum 9 mánuði við hvert barn.

Karlarnir hafa hins vegar unnið á meðan, alveg þar til þeir fóru að fá svipuð laun og þeir höfðu mínus einhvern slatta. Þetta hafði það í för með sér að karlmenn tók að minnsta kosti 3 mánuði í orlof og jafnvel meira.

Það er augljóst að þessi fyrirliggjandi breyting kemur til með að færa konur aftur niður á sama stall og þær voru á sem starfskraftar, þ.e.a.s. betra að ráða karla en konur sem eru á þeim aldri sem hyggst eignast afkvæmi.

250 þúsund er drasl og við vitum það öll. Orlofspeninginurinn verður að vera í einhverju samræmi við laun, annars fara karlarnir í stóru stöðunum aldrei í orlof og þá kemst engin kona í stóra stöðu.

Við skulum ekki vera kjánar, styðjum frekar jafnrétti!

Örn Óskar (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 19:57

5 identicon

Ef það snýst um peninga hjá körlunum hvort þeir vilja vera með börnum sínum eru þeir vandamálið en ekki neitt annað.  Konur hafa ekki horfið í 9 mán því karlarnir eiga 3 af þeim svo það er ekki rétt.  Svo er það nú einu sinni svo að ef fólk er ekki tilbúið að gefa börnum sínum tíma þá er bara að sleppa því að ala þau í þennan heim. Það má vel vera 250 þús sé ekki mikið en það er þó stór þorri þjóðarinnar sem hefur þau laun og miklu minna og eiga samt sín börn, svo ég vorkenni ekki þeim tekjuhærri ef á  annað borð er vilji til að eignast þessi kríli þó menn setji sig eitthvað niður í tekjum.  Ég hef aldrei náð það háum tekjum og kemst ágætlega af og maðurinn minn rétt þau laun rúmlega. Það er komin tími til að fólk átti sig á því að ekki verður bæði sleppt og haldið hvað þetta varðar.

(IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 20:31

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Örn Óskar, ég mótmæli þessu hástöfum. Ég hef verið á vinnumarkaði á fullu í meira en 40 ár, og hef á þeim tíma alið af mér tvö börn, verið í framhaldsnámi (bæði í sérskólum og háskólum) um það bil áratug þar af. Öll þau ár naut ég ekki niðurgreiddrar barnagæslu, námslána eða annarra fríðinda úr almannasjóðum. En aldrei hef ég þurft að gjalda fyrir á vinnustað/vinnustöðum.

Það er ekki hægt að leysa jafnréttismál á vinnumarkaði með kvennakvóta eða tilskikkun karla í fæðingarorlof. Konur þurfa sjálfar að sanna sig - ef þær á annað borð vilja. Ég er hrædd um að þar sé stærsti þröskuldurinn.

Kolbrún Hilmars, 25.11.2009 kl. 20:31

7 identicon

Amen

(IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 21:47

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Amen eftir efninu  
Annað sem Örn Óskar skrifaði, sem kom ekki aðalefninu við og ég lagði í sarpinn til seinni tíma:  "... við hvert barn"  Mjög mikilvægt atriði sem mér finnst full ástæða til þess að konur geri upp við sig.  

Konur verða að ákveða hvora starfsemina þær velja; að framleiða börn eða selja starfskrafta sína úti á vinnumarkaði.  Eitt barn, eða tvö ef nógu langt líður á milli, er þolanlegt fyrir vinnuveitendur.  En ef konan ætlar að unga út annað hvert ár þá á hún ekkert erindi á vinnumarkað.  

Kolbrún Hilmars, 25.11.2009 kl. 22:59

9 identicon

Sammála .... Og hananú

(IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 23:03

10 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Silla mín, takk - bæði fyrir amenið og hananúið! 

Kolbrún Hilmars, 25.11.2009 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband