30.10.2009 | 19:11
Til umhugsunar.
Kveikjan að þessum vangaveltum var hvatning til hjúkrunarstétta á Landsspítala til þess að taka eftirlaunin snemma og víkja fyrir hinum yngri.
65 ára getur fólk hafið lífeyristöku frá lífeyrisjóðum sínum, sem fyrir meðallaunamanneskju gefur minnst 150 þúsund á mánuði. Miðað við að viðkomandi haldi starfsorku og vinni eitthvað áfram næstu 2 árin verða þessar fyrirtöku lífeyrissjóðsgreiðslur rúmlega 3 og hálf milljón AUKA áður en kemur að ellilífeyrisgreiðslum hins opinbera við 67 ára aldur með tilheyrandi skerðingum.
Lífeyrisgreiðslurnar skerðast um 15-20% í heildina með því að taka þær út frá upphafi (ég gerði reyndar ráð fyrir því í útreikningum hér að ofan) en það verða eflaust smámunir miðað við hitt; að fresta lífeyristökunni þar til ríkið kemst með puttana í skerðinguna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 31.10.2009 kl. 11:57 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.