Fjórflokksókindin er að drepa lýðræðið í landinu.

Enginn þarf að halda að fjórflokkurinn sé jafn sundurþykkur innbyrðis og okkur kjósendum er uppálagt að trúa. 

Svo ég leyfi mér að draga út einstakar setningar úr pistli Þorvalds Gylfasonar í Fréttablaðinu  þann 8. október s.l. sem ber yfirskriftina "Skrifleg geymd".
"Forréttindahópum hefur með fulltingi stjórnmálamanna haldizt uppi að skara eld að eigin köku með því að skammta sjálfum sér hlunnindi og fé á kostnað almennings."   "Sjálftökuhefðin nær marga áratugi aftur í tímann."  "...partur af hefðbundnum helmingaskiptum." 

Augljósasta dæmið um samtryggingu fjórflokksins er lagasetning hans um að minnst 5% atkvæða þurfi til þess að ný og minni framboð fái fulltrúa á Alþingi - að sjálfsögðu undir því yfirskyni að koma í veg fyrir "öfgaframboð"  Já, einmitt; öfgaframboð!

Segjum t.d. að í aprílkosningunum hafi sex líkleg ný eða minni framboð verið á kjörskrá ásamt fjórflokknum:  Þrjú þeirra voru það reyndar; Frjálslyndi flokkurinn, Borgarahreyfingin og Lýðræðisflokkurinn.  Hin þrjú eru enn á mótunarstigi en teljum þau samt með svona fyrir bókhaldið; Kristin stjórnmálasamtök, Rauður vettvangur og Samtök fullveldissinna.  

5% lágmarkið krefst 11.395 atkvæða af þeim 227.896 sem voru á kjörskrá.  Gefum okkur svo að hvert framboðanna sex hafi öll fengið u.þ.b. 10 þúsund atkvæði, samtals 60 þúsund, eða 26% heildaratkvæða.  Árangurinn yrði auðvitað enginn þingfulltrúi!

Þar með hefði rétt rúmlega fjórðungur íslenskra kjósenda getað sparað sér fyrirhöfnina við að mæta á kjörstað.  Þökk sé fjórflokknum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Þá er bara að stofna fimmta flokkinn.  

Offari, 27.10.2009 kl. 17:35

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er miklu fremur ástæða til að liðka fyrir nýjum stjórnmálaöflum en að hindra þau. Borgarahreyfingin náði 4 fulltrúum inn á Alþingi og flestir þeirra hafa sýnt gömlu flokkunum áhugavert aðhald. Full ástæða er til að íhuga það framtak Margrétar Tryggvadóttur að hafna aukasporslum fyrir að stýra þingflokknum. Það er nefnilega langur vegur frá því að fulltrúi stjórnmálaflokks sem nær kjöri inn á Alþingi hafi sjálfksrafa sannað það að hann sé launa sinna virði. 

Árni Gunnarsson, 27.10.2009 kl. 17:50

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Árni, auðvitað á frekar að liðka fyrir nýjum stjórnmálaöflum en hindra. Það finnst a.m.k. þeim okkar sem enn trúum á lýðræði, samvinnu og jafnrétti í þjóðfélaginu.

EN, eigum við kannski að þakka pent fyrir að fjórflokkurinn lét sér nægja að setja markið við 5 prósentin? Honum hefði verið í lófa lagið að setja það við 10 prósent, jafnvel 15 prósent - hans er löggjafarvaldið!

Offari, fimmta flokkinn mætti hugsanlega stofna, en þá þyrftu öll nýju öflin að sameinast. Reyndar líst mér bara vel á þá hugmynd...

Kolbrún Hilmars, 27.10.2009 kl. 19:06

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Svo virðist sem enginn einlægur aðdáandi fjórflokksins vilji gagnrýna eða mótmæla fullyrðingu minni hér að ofan og þar með hef ég ekki tækifæri til þess að nýta skotfærin sem ég sparaði fyrir slík tilefni.  

Kannast einhver við  slagorðið:  "Ekki kasta atkvæði þínu á glæ - kjóstu mig!" 

Kolbrún Hilmars, 28.10.2009 kl. 19:06

5 identicon

Kolla mín.. ætlar þú ekki að læra af reynslunni ??? Ef maður sparar er manni refsað, svo ég vísi í fortíð nútíð og að því er virðist framtíð lika.

(IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 19:26

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ætli mottóið sé ekki bara "If you ignore them they´ll just go away" eða eitthvað svoleiðis. Nú er ég farin að skilja af hverju Loftur greip til stóryrða. Prófa það næst!

Silla mín, reynslan kennir manni ekkert nema þrautseigju. Engin ástæða til þess að leggjast í kör deginum áður en þörf krefur...

Kolbrún Hilmars, 28.10.2009 kl. 19:40

7 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Fimmti 'flokkurinn' er til:

ÁFRAM ÍSLAND
NEI við ESB  -  NEI við Icesave - NEI við AGS

Styðjum Samtök Fullveldissinna
http://www.fullvalda.is

http://fullvalda.blog.is/blog/fullvalda/

Ísleifur Gíslason, 28.10.2009 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband