Viljum við grænt eða grátt?

Fjöldi íslendinga hefur áratugum saman lagt á sig ótaldar vinnustundir og fjárútlát til þess að græða upp landið sem er og var að stórum hluta aðeins sandar og eyðimörk. Baráttan sú er við máttarvöldin sjálf og oft tvísýnt um árangur. Það get ég sjálf staðfest eftir að hafa orðið vitni að því hvernig lofandi uppgræðslustarf þurrkaðist út á nokkrum klukkutímum:

Eftir byggingarlok Búrfellsvirkjunar upp úr 1967 voru sandarnir græddir, bæði niðri í Þjórsárdal og upp með Þjórsá norður úr í átt að Búðarhálsi. Sumarið 1969 höfðu orðið algjör umskipti á öllu svæðinu; fyrrum sandar og eyðimörk skörtuðu ekki bara grænu heldur líka stöku blómskrúði.
Síðan vaknaði Hekla vorið 1970. Ég varð nærvitni að því eldgosi á fyrsta sólarhring og því ótrúlega hvassviðrisöskufalli sem fylgdi. Á öðrum degi eftir gos var allur nýgræðingurinn horfinn í gráa öskuna.

Uppgræðsla íslensku sandanna tekst ekki fyrr en móðir Náttúra verður samvinnuþýð. En e.t.v. sýnir hún okkur miskunnsemi ef við gefumst ekki upp í viðleitninni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband