5.10.2009 | 16:24
Hvað gera menn ef þeim er stillt upp við vegg?
Ég hlustaði á afar fróðlegt viðtal í morgunútvarpi Bylgjunnar við Lilju Mósesdóttur, sem er nýkomin heim frá viðræðum 3ja þingmanna við Icesave "kvalara" okkar. Henni ofbauð svo framkoma viðkomandi að nú hefur hún snarsnúist í afstöðu sinni til ESB aðildar. Þarna voru tekin af öll tvímæli um það að Icesave málið og ESB aðildin eru jafnnáin og eineggja tvíburar í móðurkviði.
Lilju var tilkynnt að ef íslendingar samþykktu ekki Icesave samninginn hráan, fengju þeir ekki inngöngu í ESB. En þegar hún benti þeim á að skoðanakannanir hefðu sýnt að íslenskir væru hvort sem er í meirihluta á móti ESB aðild, munu hafa komið einhverjar vöflur á viðmælendur hennar.
Þangað til samfylkingarþingmaðurinn viðstaddi sagði að það væri nú svo sem ekkert að marka skoðanakannanir...
En ég held að Lilja hafi hitt naglann á höfuðið; besti mótleikur við hótunum í okkar garð vegna Icesave og handrukkun AGS verður að draga ESB umsóknina til baka - STRAX!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
" besti mótleikur við hótunum í okkar garð vegna Icesave og handrukkun AGS verður að draga ESB umsóknina til baka - STRAX!"
Já já, þá gufa skuldbindingar íslands viðvíkjandi icesavereikningunum bara upp. Hverfa af yfirborði jarðar. Sjást ei meir. Allt bara vondur draumur.
Það á bara að verðlauna svona snillinga eins og Lilju Mós. Veit ekki hvernig ísland væri statt án slíkra ofursnillinga.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.10.2009 kl. 16:35
Takk fyrir innlitið Ómar. Ekki minnist ég þess að Lilja hafi gefið í skyn að Icesavemálið myndi gufa upp og það gerði ég ekki heldur, að ég best veit.
Kolbrún Hilmars, 5.10.2009 kl. 16:40
Sæl Kolbrún.
Satt segir þú, þetta var fróðlegt viðtal og ættu sem flestir að kynna sér hvað var þarna á ferðinni.
Kveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 16:42
Það væri skynsamlegt að draga ESB umsókn til baka af a.m.k. tveimur ástæðum:
#1. Til að mótmæla beinum stuðningi ESB við Breta og Hollendinga í IceSave deilunni. Það ætti að vera fyrir neðan virðingu Alþingis að leggja inn umsókn á meðan IceSave er enn í hnút.
#2. Til að tryggja að hér verði viðhafðir lýðræðislegir stjórnarhættir í framtíðinni, en það er ekkert pláss fyrir þá innan ESB eins og dæmin sýna.
Haraldur Hansson, 5.10.2009 kl. 16:54
Ómar Bjarki:Er þessi ESB umsókn það sem mun leysa Icesave? Finnst ér það gott veganesti, þegar þjóðinni er meinað að kjósa um umsóknina? Ástæðan sem Samfylkingarformaðurinn gaf fyrir því ersú að þjóðaratkvæði séu aðeins leiðbeinandi en ekki bindandi?
Og ef við kysum í þjóðaratkvæðum um þetta, hvað oft telur þú að Samfylkingin myndi krefjast endurkosninga til að fá "rétt" svar? Eins og háttur evrópusambandsins er? Þar er nei ekki tekið gilt sem svar. Nú með Lissabonsáttmálanum er búið að afnema að mestu eða öllu áfrýjunarréttinn og þar með lýðræðið í sambandinu.
Jón Steinar Ragnarsson, 5.10.2009 kl. 17:17
Þórarinn, þú hefur greinilega líka hlustað á viðtalið við Lilju. Það yrði nú svona "augnaopnari" fyrir marga ef Bylgjan myndi endurútvarpa því fyrir þá sem misstu af.
Haraldur, ég er sammála bæði lið #1 og #2. Samfylkingin hefur misnotað það traust sem henni var sýnt í aprílkosningunum. Beitir að auki gömlu taktíkinni; í þetta sinn er það VG sem dregur stjórnarvagninn og uppsker skömmina. Síðast voru það sjallarnir.
Jón Steinar hefur bæði hjartað og heilabúið á réttum stað, eins og hans er vandi :)
Kolbrún Hilmars, 5.10.2009 kl. 19:46
Meira segja einn gallharðasti fylgjandi SF sem ég þekki er alveg að snúast til betri vegar :-) ( það á bara eftir að finna hvert sá vegur liggur) og ég þurfti ekkert að gera til þess, því Jóhanna og fylgisveinar hafa sjálf séð til þess. Mér finnst ljúft að sjá slíka smá gleðipunkta í annars ljótri tilveru stjórnmálanna þessa daga. Þessi ESB manía sem hrjáir SF er sem betur fer að ganga af henni, ja......í það minnsta í sjúkrarúmið ef ekki í gröfina og er það vel. Mér sýnist að það verði að fara vinna hratt í nýju stjórnmálaafli sem getur tekið við, sem verður vonandi sem fyrst.
(IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 09:18
Mig vantar fleiri klukkutíma í sólarhringinn.
Axel Þór Kolbeinsson, 6.10.2009 kl. 11:50
Sigurlaug og Axel. Ég er sömu skoðunar og ýmsir fleiri að nú sé heppilegast að mynda minnihlutastjórn VG (til vara þjóðstjórn undir forsæti VG) og efna til kosninga vorið 2010.
Það gefur VG tækifæri til þess að sanna sig og hæfilegan frest til þess að ný framboð eigi möguleika á því að hnekkja fjórflokkaveldinu. Það síðartalda tel ég ekki bara þörf heldur nauðsyn.
Kolbrún Hilmars, 6.10.2009 kl. 12:52
Ég myndi telja að minnihlutastjórn VG og Framsóknar með hlutleysi Sjálfstæðisflokks gæti gengið ef stjórnin springur. Ég er með myndræna framsetningu á mögulegum meirihlutastjórnum hér.
Axel Þór Kolbeinsson, 6.10.2009 kl. 13:00
Því miður heyrði ég ekki þetta viðtal, en vissulega er það gleðiefni ef alþingismenn eru að snúast á sveif með andstæðingum Icesave, ESB og ASG. En hitt er ég nú ekki sannfærð um að VG geti leitt farsællega næstu stjórn þegar þessi fellur (sem ég tel að verði fljótlega) Ég er ekki sannfærð um að Steingrímur hafi þann kjark og einurð sem þarf til að vinna okkur út úr þessum hremmingum og raunar er enginn stjórnamálamaður í dag sem ég hefði trú á. Ég held að það sem við þurfum sé Fag og eða Þjóðstjórn og það sem er lang mikilvægast í dag sé að skipta um gjaldmiðil, bara það myndi leysa fleiri vandamál heldur en nokkur önnur aðgerð myndi gera.
Hulda Haraldsdóttir, 6.10.2009 kl. 13:27
Hulda, Steingrímur hefur góða "áhöfn", þótt ekki sé alfullkomin, sem yrði honum góður stuðningur. Þetta með að skipta um gjaldmiðil er þess vert að skoða betur, en ég man þá tíð í lífi mínu og krónunnar að hún var hvergi viðurkennd erlendis. Báðar lifðum við af það tímabil.
Kolbrún Hilmars, 6.10.2009 kl. 14:00
Axel, Framsókn hefur staðið sig best fjórflokkanna hvað varðar mannaskipti í brúnni en ég treysti þeim þó ekki fyllilega því vera má að enn séu kerfiskarlar þar baka til sem kippa í spottana ef þeim sýnist svo. Þeirra nýju framvörðum er samt vel treystandi til þess að styðja minnihlutastjórn VG - og sjallar eiga líka góða þingmenn innanum.
Kolbrún Hilmars, 6.10.2009 kl. 14:15
Þjóðir sem telja að það sé rétt að nýta alþjóðasaminga til að fleyta rjómann þegar vel gengur en neitað að viðurkenna þá þegar illa gengur eiga eðlilega ekkert erindi í ESB.
Þráinn Kristinsson (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 15:33
Þarna er ég innilega sammála þér, Þráinn. Það er ekki að ástæðulausu að ég gagnrýni fyrirgreiðsluklíkuskapinn og hentistefnu fjórflokksins sem lengi hefur viðgengist hér, ekki síst í samskiptum við erlenda. Enda eigum við að forðast ESB eins og heitan eldinn; þeir eru margir sem myndu misnota þá aðstöðu og ekki með íslenska almannahagsmuni í huga.
Kolbrún Hilmars, 9.10.2009 kl. 15:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.