Of seint, of lítið, of ótrúverðugt.

Mikið var að Samfylkingarráðherrar opnuðu munninn, eftir samfellda ríkisstjórnarsetu frá því fyrir hrun. Ekki tókst þeim þó að tala beint til þjóðarinnar sem þeim er ætlað að starfa fyrir.

Forsætisráðherrann talar ekki til þjóðarinnar; hún talar til flokkstjórnarþings flokksins síns. Við hin fáum fréttirnar um afstöðu hennar aðeins vegna þess að á staðnum voru staddir einhverjir fjölmiðlamenn. Hefðum að öðrum kosti líklega fengið að lesa einhverjar ályktanir þess þings - seinna.

Utanríkisráðherrann tjáir sig fyrir hönd íslensku þjóðarinnar á þingi SÞ, einnig þar fáum við fréttirnar eftir óbeinum leiðum. Ekki talaði hann svona við okkur hér heima sem sitjum þó í miðjum súpupottinum.

Loksins tjáðu ráðherrarnir sig opinberlega um sína pólitísku óánægju - sem vill svo til að er nú nákvæmlega sú sama og meirihluti þjóðarinnar hefur tuðað um mánuðum saman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Jóhanna var þvinguð í hlutverk sem hentaði henni aldrei, og hún átti ekki að taka. Hún virðist vera frábær og góð kona, en í röngu hlutverki.

Jóhanna Magnúsdóttir, 27.9.2009 kl. 17:26

2 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Já, Jóanna!

En er ekki komið nóg af þessari vitleysu?

http://siggisig.blog.is/blog/siggisig/

Sigurður Sigurðsson, 27.9.2009 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband