10.9.2009 | 16:29
Nágrannavarsla dugir ekki.
Þeir eru fáir sem hafa tíma eða nennu til þess að æða á milli glugga heima hjá sér allan sólarhringinn til þess að fylgjast með mannaferðum eða heimilum nágrannans.
Það eru bara tvær lausnir til:
Annað hvort hættum við öll að sækja vinnu og höldum okkur heima til þess að passa upp á heimili okkar.
Eða stjórnvöld nýta skattgreiðslur okkar til þess að tryggja öryggi heimila okkar og vinnustaða eins og lofað er.
Ef hvorug lausnin er framkvæmanleg, þá leynast hér atvinnutækifæri fyrir þá sem eru á lausu hvort sem er. Það sem kaninn kallar "vigilante" og þýðir sjálfskipað öryggislið, gæti komið að góðum notum. Þeir verða eflaust margir, bæði einstaklingar og fyrirtæki sem væru til í að greiða þóknun fyrir hvern þann þjófnað eða innbrot sem komið yrði í veg fyrir með borgaralegri handtöku.
Eina forvörnin sem mér finnst ekki koma til greina er sú að við almúginn þurfum að skýla okkur innan rímla og múra í sjálfsvörn - það er nefnilega afbrotaliðið sem ÞAR á að vera!
Fólk hugi vel að öryggi heimila sinna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:03 | Facebook
Athugasemdir
Svo er kannski spurning hvort það væri ekki besta refsingin fyrir þjófana að vera dæmdir til að sinna öryggisgæslu á þeim svæðum sem þeir rændu. Vissulega þyrftu þeir að vera undir eftirliti. En þetta væri ódýrara en að loka þá inni. Það mætti setja á þá staðsetningartæki svona svipað og á álftir og hreindýr og hafa með þeim gæslumenn. Þarna eru atvinnutækifæri í atvinnuleysinu líka....
Ómar Bjarki Smárason, 11.9.2009 kl. 23:07
Takk fyrir að leggja góðar tillögur inn í hugmyndabankann, Ómar.
Tryggingarfélögin (svo sem Sjóvá) einblína á ókeypis þjónustu nágranna allrahanda því þau sitja auðvitað uppi með tjónabæturnar og er eflaust í mun að spara útgjöldin. Þeim ætti þó ekki að vera fyrirmunað að upphugsa aðrar lausnir.
Kolbrún Hilmars, 12.9.2009 kl. 16:20
PS. Svo gæti nágranninn auðvitað verið að fylgjast með nábúanum með önnur sjónarmið í huga en hagsmuni hins síðarnefnda...
Kolbrún Hilmars, 12.9.2009 kl. 16:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.