Fréttnæm gjaldþrot.

Fréttablaðið birtir smáfréttaklausu á innsíðu um gjaldþrot Baugs, sem er þó vel gert hjá blaðinu miðað við tengsl þess við fyrirtækið, svo og Stöðvar 2 sem blaðið vitnar í.   
Eftirfarandi er fréttin í heild:

"Kröfur í þrotabú Baugs eru á þriðja hundrað milljarða króna, að því er fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi.  Gjaldþrotið er þar með stærsta gjaldþrot fyrirtækis í einkaeigu í Íslandssögunni, að bönkunum frátöldum"   [leturbreyting er mín]
"Frestur til að lýsa kröfum í þrotabúið rann út á miðvikudagskvöld.  Yfir hundrað kröfur eru gerðar í búið, og kemur sú stærsta frá Landsbankanum.  Bæði gamli og nýi Landsbankinn gera kröfu í búið og nema kröfurnar samtals líklega yfir hundrað milljörðum, að því er sagði í fréttum Stöðvar 2."

Ekki sá ég stafkrók í Mogganum um þetta stærsta gjaldþrot þótt fréttnæmt skyldi ætla þegar metin eru slegin.  Að nú ekki sé talað um skýringar á því hvað varð um stóran hluta af Icesave sjóði Landsbankans, eða allt að 100 þúsund milljónum af honum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband