Líttu þér nær!

Ég hef furðu lostin fylgst með atburðarásinni síðustu dagana varðandi ESB umsókn stjórnarflokkanna.  Hver fréttin rekur aðra, oftast nær af vettvangi ESB sinna, um velvild, flýtimeðferð, ómældan stuðning og fögnuð EBS ríkja.  Það vantar ekkert nema húrrahrópin.

Án þess að tíunda þetta frekar, vil ég bara benda þeim löndum mínum á sem hafa haft hátt um það að fá að skoða í ESB  pakkann, þá er það tæknilega ómögulegt. 

ÞVÍ  VIР SJÁLF  ERUM  PAKKINN!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek undir þetta, þeir halda ekki vatni fréttamenn yfir þessu öllu saman og keppast við að dásama þetta allt saman. Þeir hins vega eru ekki að standa sig í stykkinu með það að fá báðar hliðar málsins svo ég tali nú ekki um ALLAR hliðar þessa skandals. Og til að kóróna vitleysuna að þá móðgaðist ég herfilega við minn uppáhalds fréttamann Gizzur Sigurðsson er hann hóf upp raust sína í morgun, er hann fór að tala um að ráðherra ætti ekki að hafa skoðanir heldur bara framfylgja stefnu alþingis, en það er tvennt ólíkt að mínu mati þ.e að vinna vinnuna sína og hafa sína persónulegu skoðun.

(IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband