Við höfum nú heyrt þennan áður!

Yfirgnæfandi stuðningur mjög margra við aðildarumsókn til ESB, segir Össur.

Þetta sagði ISG líka þegar hún var búin að flengjast um allan heim til þess að safna atkvæðum í Öryggisráðið.

Svona án þess þó að vilja spá sömu hrakförum nú, þá þykja mér slíkar óskhyggju-yfirlýsingar utanríkisráðherranna dulítið hæpnar.


mbl.is Umsóknin á dagskrá á mánudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það virðist amk skipta hann meira máli að hann hafi stuðning leiðtoga aðildarríkjanna heldur en stuðning sinna eigin þegna.

Veit ekki hvaðan samfylkingarfólk hefur þá "vitneskju" að meirihluti þjóðar styðji aðild.  Mér þætti gaman að heyra rök þeirra fyrir því að þau séu að fara að vilja meirihluta þjóðarinnar. 

Össur hefur meira gaman af að dilla bossanum framan í leiðtoga aðildarríkjana og berja sér á brjóst á meðan hann telur upp hvað Ísland hafi upp á mikið að bjóða til handa Evrópu.

Hrafna (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 16:11

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég hef hvergi séð þeirri skoðun Péturs H. Blöndal og fleiri alþingismanna hnekkt að samþykkt Alþingis á þessari umsókn hafi verið brot á Stjórnarskrá Íslands. Og það finnst mér alvarlegra mál en svo að við það verði unað. Það er nefnilega alvarlegt mál þegar Alþingi Íslands lítur ítrekað á stjórnarskrána sem marklaust plagg. En auðvitað standa væntingar Samfylkingarinnar til þess að málum verði innan skamms komið í það horf á Íslandi að óþarft verði að hafa áhyggjur af þess háttar úreltum sneplum. Við eigum nefnilega að lyfta nefinu upp úr jörðinni og fara að hugsa á samevrópskan máta að þeirra mati.

Árni Gunnarsson, 23.7.2009 kl. 16:44

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Takk fyrir innlit og athugasemdir, Hrafna og Árni. 

Þetta ESB-dindla kratafyrirbæri er mér illskiljanlegt.  Þetta fólk minnir mig helst á dóttur mína þegar hún var 2-3ja ára og stillti sér daglega upp við útidyrnar á íbúðinni okkar og vældi "údda-údda-údda".  Krakkinn vissi varla hvað "údda" var en þangað vildi hún fara, hvað sem það kostaði! 

Kolbrún Hilmars, 23.7.2009 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband