Frekja, tvískinnungur eða verðfelling á hælisleitendum?

Þetta er afar athyglisverð frétt úr sæluríkjum ESB.

"Framkvæmdastjórn ESB hefur hvatt stjórnvöld í Kanada til að draga til baka ákvörðun sína" (um hertar reglur vegna hælisleitenda).
Er ekki allt í lagi í sæluríkinu ESB þegar framkvæmdastjórn þess viðurkennir þannig þörf þegnanna á því að leita HÆLIS í Kanada?

"Tékkar hyggjast leita stuðnings annarra ESBþjóða vegna aðgerða sinna gegn Kanada". Væntanlega í því skyni að þrýsta á Kanada til þess að taka við öllum þeim ESB-tékkum sem leita hælis þar vestra. ESB stjórnin hefur greinilega orðið við þeim óskum.

Ég lít á þessar upplýsingar sem staðfestingu á því að innan ESB ríkir ekki lýðræði og jafnvel það sem verra er; hugsanlega brot á mannréttindum ef þegnar aðildarþjóðanna þurfa að flýja lönd og leita hælis í öðrum heimsálfum!


mbl.is Herða reglur vegna flóðs hælisleitenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Góður punktur.

Ragnhildur Kolka, 14.7.2009 kl. 18:45

2 identicon

Mjög vel orðað hjá þér vinkona, gott að fleiri vekja athygli á þessu en ég. Þetta er nú meiri skrattans hræsning í þessu bákni.

KNús til þín

(IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 22:59

3 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Esb er tól  alþjóða-fyrirtækja , það er meiri hagnaður að geta keyrt niður laun verkafólks með því að flæða lönd með útlendginum.

Alexander Kristófer Gústafsson, 14.7.2009 kl. 23:32

4 Smámynd: Haraldur Hansson

Þó það sé annars konar flótti, þá samt ....

Í tíu-fréttum RÚV í gærkvöldi var frétt um ungt fólk í Svíþjóð. Það leitar í hópum til Noregs til að flýja atvinnuleysi. Menn reikna með að í hópi ungra Svía verði þriðji hver atvinnulaus á næsta ár.

Það er ekki bara héðan, þar sem heilt bankakerfi hrundi, sem menn leita til Noregs að vinnu. Menn verða líka að flýja ESB-sæluna í Svíþjóð, þar sem ekki varð bankahrun, og leita til Noregs. Ein ung stúlka í fréttinni vonaði að hún þyrfti "aldrei að fara aftur heim til Svíþjóðar"!

Haraldur Hansson, 15.7.2009 kl. 10:31

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þakka ykkur öllum fyrir innlitið.  Já, þetta mál er allt hið skrýtnasta, verst þó að afleiðingin gæti orðið enn meiri erfiðleikar fyrir raunverulega hælisleitendur, sem voru þó nógir fyrir. 

Haraldur, takk fyrir, ég missti af þessari frétt í gær.  Það er ekki ofsögum sagt af vinsældum Noregs, íslendingar flykkjast þangað og samkvæmt þessu svíarnir líka.  Annað hvort vita flóttatékkarnir ekki að Noregur er þeim opinn gegnum EES, eða þeim nægir ekki sú fjarlægð frá hinu ljúfa ESB. 

Kolbrún Hilmars, 15.7.2009 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband