1.7.2009 | 18:51
Áþján fjórfrelsis EES.
Í dag voru tvær fréttir á mbl.is - aðskildar en náskyldar. Fyrirsögn fyrri fréttarinnar var "Tæplega 17 þúsund án atvinnu" og hinnar síðari "Óseldar 4400 íbúðir".
Útrásin var nefnilega líka innrás. Byggingarfyrirtækin sáust ekki fyrir í gróðafíkninni og reistu hvert stórhýsið á fætur öðru á örskömmum tíma. Þau veltu ekkert fyrir sér hvort nokkur væri kaupandinn og þegar engir tiltækir byggingarstarfsmenn fundust í landinu nýttu þeir sér frjálsa flæðið EES vinnuaflsins svo skipti þúsundum, ef ekki tugþúsundum manna. Afsökun byggingaraðilanna var að í landinu væri vinnuaflsskortur, enda sást þeim ekki fyrir í framkvæmdagleðinni.
Hver er svo afleiðingin?
Allar þessar óseldu nýbyggingar verðfella húsnæði almennings um allt að 40% samkvæmt lögmálinu um framboð og eftirspurn.
Fasteignasölur loka eða fara á hausinn og starfsfólk í greininni fer á atvinnuleysisbætur.
Einnig fólk í tengdum faggreinum, svo sem arkitektar og verkfræðingar.
Stærstur hluti byggingarmanna, bæði fagmenn og verkamenn, hefur einnig misst atvinnuna, jafnt innlendir sem erlendir; það er búið að fullnægja húsnæðisþörfinni fyrir næstu 5 árin eða svo.
Erlendir verkamenn sitja hér sem fastast á íslenskum atvinnuleysisbótum í stað þess að snúa til síns heima (eða eitthvert annað) í verkefnaleysinu - eins og okkur var talin trú um að væri innbyggt í frjálsa flæðið.
Það var skakkt gefið í upphafi með þennan EES samning eins og hann var gleyptur af ráðamönnum okkar á sínum tíma - þessum samningi ber að rifta!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:01 | Facebook
Athugasemdir
Nákvæmlega rétt hjá þér, en þetta er alltaf að koma betur og betur í ljós þegar kreppir að. Gæti trúað að margir séu farnir að sjá að sér einmitt út af þessu.
Sólarkveðja að austan en hér er nú 24 stig í forsælu og þá reikan ég með að hitin á Egilsstaðaflugvelli sýni um 20 gr á hinum opinbera mæli veðurstofu,
(IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 11:00
Silla mín, njóttu hverrar mínútu! Á morgun spáir hér syðra 19 stigum og heiðskíru, en frá og með laugardegi er ekkert annað en svali og bleyta í kortunum. Hjá þér líka
Óneitanlega er ég bæði sár og gröm yfir öllu þessu "frelsi" sem hér hefur viðgengist nokkur undanfarin ár. Útrásarvíkingar urðu okkur dýrkeyptir, en oft gleymist að innrásarvíkingar kostuðu líka sitt. Eflaust hafa þær verið ófáar milljónirnar í vinnulaun sem sendar voru úr landi - en þetta má ekki ræða því viðhorfið er að slíkt hjal byggist á tómum rasisma! Sem er árans rugl; nær væri að kalla mig og aðra sama sinnis nískupúka - eða hagsýna...
Kolbrún Hilmars, 2.7.2009 kl. 15:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.