27.5.2009 | 19:12
Vikulangt gæsluvarðhald?
Hverjum þjóna lögin? Vampýrunum eða fórnarlömbunum? Það er eitthvað verulega mikið að í þessu þjóðfélagi ef réttindi blóðsuganna ganga fyrir.
Ég veit ekki með ykkur hin, en ég geri kröfu til þess í ellinni að fá frið fyrir þessu óargaliði. Og yrði að auki ósárt um að snúið yrði upp á einhverja fingur til þess að komast að höfuðpaurunum!
Ræningjar í gæsluvarðhald | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
...
Surtur fer sunnan
með sviga lævi,
skín af sverði
sól valtíva.
Grjótbjörg gnata
en gífur rata,
troða halir helveg,
en himinn klofnar.
Vituð ér enn, eða hvað?
(Eddukvæði)
Men do not differ much about what things they will call evils;
they differ enourmously about what evils they will call excusable.
(Chesterton)
"What is life but a series of sharp corners, round each of which Fate lies in wait for us..."
(Wodehouse)
How can you have solutions if no one is allowed to talk about the problems?
(Edge of Eternity)
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Heimssýn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Auðun Gíslason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Aztec
- Ágúst H Bjarnason
- Árný Sigríður Daníelsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Baldur Hermannsson
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Birgir R.
- Bjarni Harðarson
- Björn Emilsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Einar Björn Bjarnason
- Emil Örn Kristjánsson
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðni Karl Harðarson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gunnar Heiðarsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Halla Rut
- Halldór Jónsson
- Hannes
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hildur Sif Thorarensen
- Hrannar Baldursson
- Riddarinn
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Ísleifur Gíslason
- Jóhann Elíasson
- Jón Valur Jensson
- Jón Óskarsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Svavarsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Ólafur Th Skúlason
- Ómar Bjarki Smárason
- Óskar Helgi Helgason
- Páll Vilhjálmsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Ragnar L Benediktsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnhildur Kolka
- Rannveig H
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Skattborgari
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Stefanía
- Steingrímur Helgason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Valan
- Þór Jóhannesson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Vefritid
- Vinstrivaktin gegn ESB
- Samstaða þjóðar
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Íslenska þjóðfylkingin
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú hefur náttúrlega viljað láta krossfesta þá?
En til allrar guðslukku búum við í réttarríki sem ekki stjórnast af geðshræringum.
Tobbi (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 19:42
Sammála þér Kolbrún það er hlaðið undir glæpamenn og fórnarlömbin mega liggja í blóði sínu. Athugum það að þetta er alltaf sami lýðurinn sem beitir ofbeldi svona tuttugu þrjátíu aumingjar klappaðir upp af fólki eins og þessum Tobba sem getur ekki og vill ekki taka á neinu.
Tryggvi Marteinsson (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 19:53
Afskaplega er þetta skringilegur hugsunarháttur hjá þér og frekar fornaldarlegur. Eigum við sem sagt að henda öllum mannréttindaákvæðum sem stjórnaskráinn er byggð uppá?? Hvar eigum við svo að stoppa?? Gæsluvarðhald er einungis úrræði sem lögreglan getur sótt eftir ef það þjónar rannsóknarhagsmunum og ef ekki stafar hætta af þeim grunaða. Svo stendur heldur ekkert fyrir því að fá það framlengt fyrir dómara ef lögregla telur þörf á. Hverju heldur þú að pyntingar skili ég spyr??
þær hafa aldrei og munu aldrei skila neinum árangri, því það er nú bara þannig að ef þú pyntar einhvern mun hann að lokum koma til með að segja það sem þú villt heyra.... Við búum í réttarríki og við skulum reyna halda því en ekki þessum miðaldarhugsunarhætti sem þú, því miður virðist halda.
Mundu að maður er saklaus uns sekt er sönnuð.
Helgi Sigurðsson (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 20:05
Takk fyrir stuðninginn, Tryggvi. Það sem mér þykir mikilvægast er að þvinga smákrimmana til þess að upplýsa hverjir gera þá út af örkinni. Það má gera með ýmsu móti og þarf engar pyntingar til - að snúa upp á einhverja putta er aðeins líkingamál.
Tobbi og Helgi Sig virðast halda að réttarkerfið sé sniðið að þörfum afbrotamanna, en þeir skipta væntanlega um skoðun ef þeirra eigin foreldrar lenda í sömu hremmingum.
Kolbrún Hilmars, 27.5.2009 kl. 20:20
þvílík firra að halda því fram að ég styðji afbrotamenn, en aftur á móti styð ég það að mannréttindi sé virrt hér á Íslandi sem og annarstaðar.
Þú segir " Og yrði að auki ósárt um að snúið yrði upp á einhverja fingur til þess að komast að höfuðpaurunum! " svo segirðu að "þvinga menn" og talar um líkindarmál, hvernig ætlarðu að þvinga menn. Það eina sem ég talaði um er að menn eru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í svo og svo tíma sem svo er mögulegt að framlengja ef þeir hagsmunir eru ríkari. Ef ríkið byrjar að brjóta þessi mannréttindi afhverju ekki að ganga á næsta rétt og svo framvegis, hvar á svo að draga línuna. Það þarf líka að líta á heildarmyndina. Kynntu þér mannréttinda kafla stjskr. og þá kannski sérðu afhverju þau eru þarna og til hvers.
Helgi Sigurðsson (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 20:28
Helgi Sig, ég þekki Mannréttindasáttmála SÞ.
3.grein: Allir eiga rétt til lifs, frelsis og mannhelgi.
5.grein: Enginn skal sæta pyndingum, grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu.
12.grein: Eigi má að geðþótta raska einkalífi, fjölskyldulífi, heimili...
17.grein: 2.mgr: Enginn skal að geðþótta sviptur eign sinni.
Krimmarnir þínir hafa þverbrotið margar reglur sáttmálans og eiga enga miskunn skilið. Samt ertu hissa á því að einhverjum mislíki
Kolbrún Hilmars, 27.5.2009 kl. 20:42
Fyrir það fyrsta það er ekki búið að dæma mennina en þú ert búinn að því. Svo ertu heldur ekki að ná því sem ég er að segja hérna, byrjaðu að brjóta þessi mannréttindi svo verður það meir á morgun og svo á morgun.
Svo svona eitt í viðbót það eru 2 dagar síðan þetta gerðist mennirnir náðust á innan við 2 daga. Svo taka við yfirheyrslur og annað slíkt sem svo lýkur með ákæru. Þá tekur við nýtt stig það er réttarfarið. Þar sem mennirnir verða senniega dæmdir miðað við að þeir hafa játað. Þangað til eru þeir saklausir.
þú telur þarna upp nokkur ákvæði stjskr. jú þau voru brotin og skiptir þá máli að þeir sem þau brutu sé fundnir og dregnir til saka, en það gefur engum rétt að brjóta á þeirra rétt hver sem það er. Þeir verða að svara til saka og verða svo dæmdir til ábyrgðar. Ég er að tala um réttaríkið og það að við verðum að virða þær reglur sem í þeim er. Ekki reyna svo að snúa þessu upp að ég sé að verja þá sem ákveða að segja sig úr lögum við þjóðfélagið. heldur þvert á móti að við virðum þær reglur sem við setjum okkur. Það á þá við stjórnvöld sem og einstaklinga.
Mannréttindi eru sett til verndar einstaklinga en ekki stjórnvalda.
ps.
Er ekki hissa á fólki mislíki svona hegðun en mér mislíkar þegar fólk fer að skrifa um að taka eigi svona fólk nánast af lífi án dóms og laga. Við höfum úrræði og þau eigum við að nýta.
Pss.
Væri ekki nær að reyna að aðstoða fólk sem villist af sinni leið og koma því á rétt spor aftur, svo þeir geti orðið nýtir þjóðfélagsþegnar. Einnig forvarnarstarfsemi
Helgi Sigurðsson (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 20:58
Lagaði þetta svar aðeins þar sem ég las það ekki yfir og það fyrra var frekar klúðurslegt:)
Fyrir það fyrsta það er ekki búið að dæma mennina en þú ert búinn að því. Svo ertu heldur ekki að ná því sem ég er að segja hérna,Brjótum eina reglu í dag svo aðra á morgun, hvar eigum við svo að draga mörkin.
Það eru 2 dagar síðan þetta gerðist, mennirnir náðust á innan við 2 daga. Svo taka við yfirheyrslur og annað slíkt sem svo lýkur með ákæru. Þá tekur við nýtt stig það er réttarfarið. Þar sem mennirnir verða senniega dæmdir miðað við að þeir hafa játað. Þangað til eru þeir saklausir.
þú telur þarna upp nokkur ákvæði MS, jú þau voru brotin og skiptir þá máli að þeir sem þau brutu sé fundnir og dregnir til saka, en það gefur engum rétt að brjóta á þeirra rétt hver sem það er. Þeir verða að svara til saka og verða svo dæmdir til ábyrgðar. Ég er að tala um réttaríkið og það að við verðum að virða þær reglur sem í þeim er. Ekki reyna svo að snúa þessu upp að ég sé að verja þá sem ákveða að segja sig úr lögum við þjóðfélagið, heldur þvert á móti að við virðum þær reglur sem við setjum okkur. Það á þá við stjórnvöld sem og einstaklinga.
Mannréttindi eru sett til verndar einstaklinga en ekki stjórnvalda.
ps.
Ég er ekki hissa á fólki mislíki svona hegðun en mér mislíkar þegar fólk fer að skrifa um að taka eigi fólk nánast af lífi án dóms og laga.
Við höfum úrræði og þau eigum við að nýta.
Pss.
Væri ekki nær að reyna að aðstoða fólk sem villist af sinni leið og koma því á rétt spor aftur, svo þeir geti orðið nýtir þjóðfélagsþegnar. Einnig forvarnarstarfsemi
Helgi Sigurðsson (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 21:03
Helgi Sig, ég virði þitt sjónarmið - að vissu marki. Það eru þín orð en ekki mín að taka eigi fólk af lífi án dóms og laga. En smákrimmar sem víla ekki fyrir sér að ráðast inn á heimili aldraðra, berja þá, hóta lífláti og ræna þá og rupla, og játa strax sök þegar næst í skottið á þeim eiga ekki mína samúð.
Taktu líka eftir því að ég skelli skuldinni ekki síður á þá sem gera þessa ræfla út af örkinni - það þarf að upplýsa hverjir þeir eru. Svo ég grípi nú aftur til likingamálsins; er putti glæpamanns verðmætari en líf pabba gamla?
Kolbrún Hilmars, 27.5.2009 kl. 21:19
Glæpamenn eiga að gjalda fyrir gerðir sínar. Þeir eiga alltaf að tapa á glæpnum. Alltaf. Það er gríðarlega mikilvægt. Eins og þetta er í dag þá færðu skilorð fyrir innbrot. síðan brýtur þú skilorðið og þá færðu ? Já alveg rétt lengra skilorð. Þannig gengur þetta fyrir sig. Ég td. sem hef aldrei brotist inn gæti tekið uppá því núna í ellinni og þá gæti ég brotist inn svona 25 til 30 sinnum áður en ég færi í fangelsi í fyrsta sinn. Þetta er satt. Þetta er staðreynd. Svo þarf ég ekki að skila þýfinu heldur segist ég hafa gleymt því hvað ég gerði við það. þá er ég laus allra mála. AF hverju má þetta ekki vera eins og í Evrópu ? Þú brýtur lög og borgar sekt og ferð í fangelsi.? Hvaða mannréttindabrot er það? Hingað hópast erlendir glæpahópar vegna þess að hér eru engin viðurlög. Bara skilorð og halda áfram. Nei Helgi þú ert alveg hreint víðsfjarri öllu réttlæti í þínum skrifum. Hver á að borga úrin sem var stolið ? Ég ? Þú ? Af hverju ekki þeir sem stálum þeim og vilja ekki skila þeim? Ég hef nóg annað að borga.
Tryggvi Marteinsson (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 21:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.