Hvíld frá pólitísku hversdagsamstri?

Er ómöguleg!   ESB vofan vomar yfir öllu, bæði hugsun og daglegri sýslan. 

Þegar ég reyndi að afvegaleiða eigin þankagang með því að einbeita mér að fílósófíunni, voru trúarbrögð, ásamt öðrum skemmtilegum fyrirbærum, ofarlega í huga.  Jafnvel þar náði ESB áróðurinn að stela senunni, og ég komst að þeirri niðurstöðu að hér á landi hefðu bæst við ný trúarbrögð; ESB og Evru trúin.

Ríki og þjóðkirkja í einni sæng stafar af gömlu samkomulagi sem byggðist á því að allar kirkjueignir með gögnum og gæðum runnu til ríkissjóðs; þar sem áður hétu kirkjujarðir heita nú ríkisjarðir.  Kirkjuvaldið var fyrrum auðugt en ríkið fátækt.  Ástæðan er einföld; það sem var kirkjunnar gat erlenda konungsvaldið ekki eignað sér eða heimtað arð af.

Ágætur bloggvinur hefur skrifað að íslensk pólitík ráðist fyrst og fremst af hentistefnu en ekki viðtekinni alþjóðlegri hugmyndafræði og ég fellst á að það sé rétt mat.  Því ESB sinnar vilja leggja fram þessi sameinuðu auðæfi íslenska ríkisins sem heimanmund til ESB apparatsins, burtséð frá pólitískri andstöðu - hvort sem hún heitir vinstri, hægri eða miðju. 

Er kominn tími til þess að aðskilja ríki og kirkju aftur og skila til kirkjunnar það sem hennar var upphaflega  til þess að verja það enn á ný gegn erlendri ásælni?  Eða vill ESB gleypa allt - jafnvel það sem kóngum tókst ekki hér áður fyrr?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband