Ekki batnar það!

Framtíðarsýn forsætisráðherra er að Ísland verði leiðandi í sjávarútvegi ESB.
Er þetta virkilega aðalinntakið í stefnuræðu nýs forsætisráðherra Íslands?

Ef svo, mikið lifandis ósköp er ánægjulegt að heyra að öll innanlandsmál okkar séu í svo góðu standi að okkar nýkjörnu þingfulltrúar þurfi ekki að hafa metnað til annars en sækjast eftir "leiðandi" hlutverki innan ESB apparatsins.


mbl.is Leiði mótun sjávarútvegsstefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er bara sorglegt, það fer að verða erfiðara og erfiðara að finna húmorinn í öllu þessu brjálæði, ég verð að viðurkenna að ég átti nú von á að frú Jóhanna færi að sjá hvað þetta er vitlaust allt saman, en hún virðist vera gjörsamlega blinduð af Brussel valdi.

(IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 11:45

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Segjum tvær!  Eins og þessi EES samningur sé ekki nógu dýr biti fyrir okkur.

Svo eru franskir bændur að mótmæla enn og aftur, nú kúabændur, því greiðslur fyrir mjólkina þeirra hefur lækkað um 30% frá fyrra ári - það er ekki skrýtið að matvælin séu ódýr í draumalandinu   

Kolbrún Hilmars, 19.5.2009 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband