3.5.2009 | 17:32
Vaxtabætur eru háðar duttlungum yfirvalda.
Vaxtabætur er verkfæri sem stjórnvöld geta notað til þess að aðstoða "venjulegt" launafólk við að halda húsnæðinu sínu þegar verðbætur vegna vísitöluhækkana eru allt að drepa.
Vaxtabætur hafa á undanförnum árum lækkað verulega og eins og eftirfarandi dæmi sýnir:
Árið 2006 voru vaxtabætur einstaklings kr.136.000 af vaxtakostnaði kr.371.900 v/ársins 2005
Árið 2007 voru vaxtabætur hans kr. 90.500 af vaxtakostnaði kr.396.000 v/ársins 2006
Árið 2008 voru vaxtabætur hans kr. 39.700 af vaxtakostnaði kr. 417.000 v/ársins 2007
Launatekjur viðkomandi breyttust ekki á milli ára að öðru leyti en hækkun um einhverjar 3-5% árlegar umsamdar "vísitöluhækkanir" stéttarfélagsins.
Þessi mikla lækkun vaxtabótanna stafaði því nær eingöngu af hækkun á fasteignamati, þ.e. það var eignaþátturinn sem skerti vaxtabæturnar. Og hækkun fasteignamatsins (og skerðingarmörkin) var geðþóttaákvörðun yfirvalda vegna fasteignabólu sem þau áttu sjálf áttu þátt í að skapa.
Dæmið hér að ofan er raunverulegt og fengið að láni úr fjölskyldu minni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.5.2009 kl. 15:54 | Facebook
Athugasemdir
Algjörlega sammála þessu/Kveðja Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 3.5.2009 kl. 22:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.