Samfylking og ESB sinnar fagna tapi.

Fylgi SF á landsvísu taldist nú 29,8% en var 26,8% í kosningunum 2007. Öllum gleymist að Íslandshreyfingin - með sitt 3,3% fylgi þá - gekk nýlega til liðs við SF.

Ef nokkuð er, þá hefur eitthvað rjátlast fylgið af ESB flokknum frekar en hitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður punktur ég var búin að gleyma þessu.

(IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 16:06

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Í kosningunum 2003 fékk Samfylkingin 30,95% fylgi.  Sjá hér.

Axel Þór Kolbeinsson, 26.4.2009 kl. 16:11

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Axel, hárrétt og það ár fékk SF líka 20 þingmenn. Og svo talar liðið um kosningasigur núna! Blah...

Silla, eins og ég sagði, þá virðast ALLIR hafa gleymt þessu "smáatriði" :)

Kolbrún Hilmars, 26.4.2009 kl. 16:14

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Gaman að lesa svona "hávísindalegar og útpældar" fullyrðingar niðurdreginna hægrimanna og fleiri er á móti EBS eru til dæmis um árangur annara. Hvað skildi síðuritari hafa fyrir sér í því að vegna þess að forráðamenn Íslandshreifingarinnar ákváðu að sækja um aðild að Samfó og fengið, þá hafi kjósendur hennar fyrir tveimur árum, nánast allir sem einn, þar með fylgt með og kosið S?

Auðvitað ekkert og raunar þegar gerðar hafa verið rannsoknir á fylgi flokka, aukningu eða tapi, þá skýrast málin ekki svo einfaldlega.

Magnús Geir Guðmundsson, 2.5.2009 kl. 03:44

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Magnús, hávísindaleg var pælingin mín nú ekki. En ég vil ekki gera svo lítið úr Ómari Ragnarssyni og hans fólki að ætla að allt þeirra fylgi hafi fokið út í veður og vind við vistaskiptin. Líkurnar tel ég a.m.k. meiri en ekki að fylgismenn hafi stutt forystuna um stuðning við nýja flokkinn.

Kolbrún Hilmars, 2.5.2009 kl. 15:26

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Eins og áður, það er ekkert á bakvið þessa fullyrðingu, svo þú þannig getir smíðað þessa dæmalausu skopkenningu að þar með hafi Samfó tatapað í ÞESSUM kosningum vegna þessa og að fylgið varð ekki jafnmikið og 2003. Þú hefur sjálfsagt verið að herma þetta eftir "snillingnum hógværa" Lofti A. sem með þessu og fleiru mjög svo sniðugu hefur reynt að tempra eigin leiða og þá staðreynd að frekar lítið mark er tekið á honum.

En það skánar nú lítið með svona vitleysu sem í ska´sta falli er bara hlægileg.

Fylgi Íslandshreifingarinnar hefur svo nei ekki fokið neitt út í veður og vind, en samt áreiðanlega dreifst í fleiri en eina átt. D liðar heldu því mjög sterkt fram, að eftir að Ólafi F. Magnússyni hafði verið bolað úr flokknum, en hann samt aftur komist inn í borgarstjórn, að í þeim kosningum hefði fylgistap þeirra verið fyrst og síðast því að kenna í þeim kosningum. Í rannsókn sem Ólafur Þ. Harðarsson prófessor stýrði, kom hins vegar í ljós að fylgi ólafs kom miklu víðar að og því eru svona kenningar sem Loftur er með og þú tekur undir eru ærið vafasamar og já ekki marktækar.

Magnús Geir Guðmundsson, 2.5.2009 kl. 21:10

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Nokkurt los á textanum hér að ofan, en innihaldið ætti samt ekki að misskiljast.

Magnús Geir Guðmundsson, 2.5.2009 kl. 21:13

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sæll enn á ný, Magnús.  Svona þér til fróðleiks þá get ég sagt þér að ég þarf ekki að lesa bloggsíður annarra til þess að mynda mér skoðun, hvað þá leita að grænu ljósi frá öðrum þegar ég sendi frá mér blogg. 

Þar að auki ber ég það mikla virðingu fyrir þér og þínum skoðunum að mér dettur ekki í hug að halda því fram að þú sjálfur kópíerir þær annars staðar frá.

Kolbrún Hilmars, 3.5.2009 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband