22.4.2009 | 17:22
Fiskveiðikvótapælingar.
Þessa dagana er mikið rætt um að innkalla fiskveiðikvótann þannig að ríkissjóður nái yfirstjórninni um úthlutun kvótans.
VG (ef til vill fleiri?) hafa mælt með því að fyrna kvótaheimildir um 5% á ári, sem þýðir auðvitað flatan 5% niðurskurð fyrir alla núverandi kvótahandhafa alveg burtséð frá því hvort þeir eru að nýta kvótann eða ætla sér að nýta hann.
Á slíkri kvótainnköllun sé ég þann agnúa, að megnið af þeim kvóta sem er í gildi nú hefur verið keyptur dýrum dómum af aðilum sem fengu kvótann gefins frá þjóðinni fyrir rúmum aldarfjórðungi en hafa komist upp með að selja frá sér gjöfina í eiginhagsmunaskyni.
Er ekki heiðarlegra að stöðva einfaldlega viðskipti með kvótann núna, þannig að kvóti þeirra sem vilja selja hann frá sér verði innkallaður til ríkisins?
Með því móti mætti endurheimta fiskveiðikvótann á mun sársaukalausari hátt fyrir þá sem í hlut eiga; tæki hugsanlega lengri tíma en myndi þó skila sér að lokum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:50 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.