9.4.2009 | 17:05
Kemur ekki á óvart
og er aðeins eitt dæmi um "lýðræðið" í landinu. Fjórflokkarnir láta sér ekki nægja að þiggja milljónahundruða styrki úr almannasjóðum heldur þurfa þeir einnig tugmilljóna styrki frá almannahlutafélögum auk annarra frjálsra styrkja.
Það þarf þó ekki nokkur maður að láta sér detta það í hug að einungis Sjálfstæðisflokkurinn sé sekur í þessum efnum.
Það væri sæmst að afleggja opinbera styrki til stjórnmálaflokkanna og leyfa þeim bara að spjara sig á eigin forsendum líkt og ný framboð í stjórnmálum þurfa að gera.
Það logar allt stafnanna á milli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
...
Surtur fer sunnan
með sviga lævi,
skín af sverði
sól valtíva.
Grjótbjörg gnata
en gífur rata,
troða halir helveg,
en himinn klofnar.
Vituð ér enn, eða hvað?
(Eddukvæði)
Men do not differ much about what things they will call evils;
they differ enourmously about what evils they will call excusable.
(Chesterton)
"What is life but a series of sharp corners, round each of which Fate lies in wait for us..."
(Wodehouse)
How can you have solutions if no one is allowed to talk about the problems?
(Edge of Eternity)
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Heimssýn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Auðun Gíslason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Aztec
- Ágúst H Bjarnason
- Árný Sigríður Daníelsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Baldur Hermannsson
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Birgir R.
- Bjarni Harðarson
- Björn Emilsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Einar Björn Bjarnason
- Emil Örn Kristjánsson
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðni Karl Harðarson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gunnar Heiðarsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Halla Rut
- Halldór Jónsson
- Hannes
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hildur Sif Thorarensen
- Hrannar Baldursson
- Riddarinn
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Ísleifur Gíslason
- Jóhann Elíasson
- Jón Valur Jensson
- Jón Óskarsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Svavarsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Ólafur Th Skúlason
- Ómar Bjarki Smárason
- Óskar Helgi Helgason
- Páll Vilhjálmsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Ragnar L Benediktsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnhildur Kolka
- Rannveig H
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Skattborgari
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Stefanía
- Steingrímur Helgason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Valan
- Þór Jóhannesson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Vefritid
- Vinstrivaktin gegn ESB
- Samstaða þjóðar
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Íslenska þjóðfylkingin
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér þykir þú fá hugmyndir að ætlast til að fjórflokkarnir sitji við sama borð og við.... comon Kolla mín ertu nú komin í draumheim
(IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 17:11
Silla mín, þessir flokkastyrkir minna mig um margt á listamannastyrkina; eru bara greiddir þeim sem hafa sannað sig og þurfa ekki á þeim að halda! Grr...
Kolbrún Hilmars, 9.4.2009 kl. 17:20
Svoooooooooooo sammála
(IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 17:26
En þessi áróður þinn um "fjórflokkinn" og ömurleg tilraun til að draga VG niður í svaðið með gerspilltum Sjálfstæðisf- og Framsóknarflokki undir þessu hugtaki - er bæði heimskuleg og beinlínis röng þar sem það eru jú "FIMM" flokkar sem fá styrki og það hafa verið "FIMM" Flokkar á Alþingi Íslending allt frá árinu 1978. Þar fyrir utan hafa ekki verið "FJÓRIR" flokkar á þingi nema í 4 skipti í sögu lýðræðisins á Íslandi og mikið mun oftar "FIMM" eða "SEX" flokkar inni á þingi.
Þessi "fjórflokka" bulláróður sýnir bæði hvað fólk er til í að leggjast lágt í að ata þá auri sem eiga það ekki skilið og einnig að þið vitið ekkert hvað þið eruð að tala um!
Þór Jóhannesson, 9.4.2009 kl. 17:42
....
þarna átti að standa "....hafa verið a.m.k. "FIMM" flokkar á Alþingi Íslendinga allt frá árinu 1978.
Þór Jóhannesson, 9.4.2009 kl. 17:45
Sjálfstæðismenn eru einfaldlega að sýna sitt rétta andlit. Það besta við þetta er að þeim dettur í hug að með því að skila fénu aftur þá gleymist allt. Þetta sýnir einfaldlega það sem allir heilbrigðir menn og konur í þessu landi sjá. Sjálfstæðisflokkurinn er rotinn inn að beini.......
SGunn, 9.4.2009 kl. 17:46
Þór, er þetta nokkuð viðkvæmt mál fyrir VG? Þú gefur það í skyn en auðvitað er VG í lófa lagið að birta sína lista yfir hin frjálsu framlög til þess að reka af sér slyðruorðið.
Kolbrún Hilmars, 9.4.2009 kl. 18:00
Þór er bara blása eins og venjulega, hann hefur svo stuttan þráð blessaður og tekur allt til sín sem sagt er. Enda er það svo að þeir taka það til sín sem eiga það.
(IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 18:04
Humm, það er merkilegt hversu margir eru á fullu að tilkynna mér að ég viti ekkert um hvað ég er að tala. Athyglisvert! Einhverjar fjaðrir hef ég þó megnað að ýfa...
Kolbrún Hilmars, 9.4.2009 kl. 18:21
Hinir flokkarnir eru bara að reyna fá fólk til að hugsa um annað enn vanhæfni núverandi ríkisstjórnar.
Hvað er bjóða upp margar íbúðir og henda fólki á götuna samkvæmt ósk núverandi ríkisstjórnar
Hvað eru margir búnir að missa vinnuna samkvæmt ósk núverandi ríkisstjórnar
Hvað eiga margir eftir að tapa fyrirtækjum sínum samkvæmt ósk núverandi ríkisstjórnar
Hvað eru margir búnir að tapa sparifé sínu samkvæmt ósk núverandi ríkisstjórnar
Hvað eru margir búnir að tapa Hlutabréfum og Stofnfárbréfum samkvæmt ósk núverandi ríkisstjórnar
Hvað þurfa margar kynslóðir íslendingum til að borga skuldir gerðar samkvæmt ósk núverandi ríkisstjórnar
Hvað hafa mörg fyrirtæki tapað peningum í gjaldeyrisviðskiftum samkvæmt ósk núverandi ríkisstjórnar
Hvað er búið að eyðileggja mikið af fasteignum keyptum af bönkunum erlendis
samkvæmt ósk núverandi ríkisstjórnar
Hvað er búið að skemma Baug peningamaskínuna mikið samkvæmt ósk núverandi ríkisstjórnar
Hvað er búið að eyðileggja mikið trúleika íslenskt fjármálakerfis samkvæmt ósk núverandi ríkisstjórnar
Hvað á að bulla mikið um Evruna án þess að tala um hundruð milljarða sem þarf að borga árlega ofl samkvæmt ósk núverandi ríkisstjórnar
Hvað á þjóðinn að gjalda vegna lélegrar ríkisstjórnar
það þarf að hreinsa út á alþingi .. Fá bara nýtt fólk inn ekki útbrunnið eða ofmenntað
með enga starfsreynslu..
zippo (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 19:07
zippo - tek undir þín orð - hér eru nokkur frá mér
Ólafur Ingi Hrólfsson
Efni
Ólafur Ingi Hrólfsson
ÁSKORUN TIL SJ'ALFSTÆÐISMANNA
Þetta er góð ákvörðun - vonandi sýnir Samfylkingin sitt bókhald með öllu t.d. Baugsgreiðslum sem og Jóns Ólafssonar "framlögin".
ÁSKORUN TIL SJÁLFSTÆÐISMANNA - TÖKUM HÖNDUM SAMAN OG GREIÐUM HVERT UM SIG KR. 5.000.- Í STYRKTARMANNAKERFIÐ - TIL VIÐBÓTAR ÞVÍ SEM VIÐ GREIÐUM VENJULEGA.
LÍKA ÞIÐ SEM ERUÐ EKKI INNI Í STYRKTARMANNAKERFINU NÚ ÞEGAR.
10.000 MANNS - 50 MILLJÓNIR - MÁLIÐ LEYST.
20.000 MANNS - 100 MILLJÓNIR - OG ALLT Í GÓÐUM GÍR.
Ólafur I Hrólfsson
Ólafur Ingi Hrólfsson, 9.4.2009 kl. 19:42
Ólafur - sammála þér - þetta er nefnilega málið!
Er líka svo skapgóð í dag að ég er í flestu sammála þér líka, Zippó, - nema hvað varðar Baugsmaskínuna - henni og öllu hennar hyski væri mér kært að fólk sleppti að minnast á þó ekki væri nema vegna þess að nú er komið páskafrí
Kolbrún Hilmars, 9.4.2009 kl. 20:45
Mig langar til þess að bæta við svar mitt til Þórs aka VG.
Hef samkvæmt áreiðanlegum heimildum að VG hafi ekki mikið að fela hvað varðar tvíræða styrki frá hagsmunaaðilum, en sömu heimildir herma einnig að VG hafi aldrei verið í þeirri aðstöðu að geta uppfyllt þá fyrirgreiðslu sem slíkir styrkir útheimtu.
Skyldi þetta breytast nú þegar VG er komið í áhrifastöðu á þingi?
Kolbrún Hilmars, 10.4.2009 kl. 18:37
Það er spurning hvort FIMM-flokkurinn verður bara ekki að leita til IMF með fjárframlög eftir þetta. Það ætti allavega að vera auðvelt fyrir Þór og Steingrím að fá hlut VG réttan þar.
Magnús Sigurðsson, 11.4.2009 kl. 10:46
Ég er þeirrar skoðunar Kolbrún, að farsælast sé að stjórnmálflokkarnir séu fjármagnaðir af einstaklingum, en alls ekki fyrirtækjum og að sem minnstu leyti af ríkinu. Lýðræðið er viðfangsefni fólksins, en ekki fyrirtækjanna.
Þar að auki er fráleitt að almenningshlutafélög séu að spreða fjármunum, án samþykkis hluthafa. Stjórnendur fyrirtækja sem gera slíkt, á að lögsækja og láta þá borga persónulega.
Það sýnir vel hversu útsmogin áróðursvél Samfylkingarinnar er, að dugnaður Sjálfstæðismanna við fjáröflun, skuli setja allt í uppnám. "Smjörklípu-hernaður" (Smear Campaign) Sossanna gengur fullkomlega upp.
Fáir minnast lengur hvernig Samfylkingin/Alþýðuflokkurinn orsakaði efnahagshrunið. Fáir minnast atlögu Samfylkingarinnar að fullveldi landsins. "Smjörklípu-aðferðin" (Smear Tactics) er að skila Samfylkingunni hagnaði upp á hundruð milljóna Evra.
Loftur Altice Þorsteinsson, 11.4.2009 kl. 13:14
Loftur, ég er sama sinnis hvað varðar fjármögnun til flokkanna, og ekki þótti mér uppörvandi að lesa fréttina um bullandi tap þeirra ÞRÁTT fyrir ríkisframlög auk frjálsra styrkja. Að undanteknum XD, sem sker sig úr.
Svona illa reknum fyrirtækjum í atvinnurekstri myndi ekki nokkur aðili leggja til aura, nema hagsmunir væru brýnir.
Mér þykir XS kasta steinum úr glerhúsi en nú svífast kratar einskis til þess að komast í aðstöðu til þess að stýra ESB umræðunni.
Kolbrún Hilmars, 11.4.2009 kl. 13:52
Kolbrún, margir Sjálfstæðismenn eru sömu skoðunar og við, að fyrirtæki eigi ekki að leggja stjórnmálaflokkum til fjármagn.
Til dæmis er ég með ummæli Davíðs Oddsonar og Kjartans Gunnarssonar á blogginu mínu, frá 2006. Geir Haarde var nokkuð örugglega sömu skoðunar, þótt lagafrumvarpið sem hann mælti fyrir það ár, gengi ekki jafn langt.
Loftur Altice Þorsteinsson, 11.4.2009 kl. 14:32
Loftur, ég var að glugga aðeins í rekstrarkostnað flokkanna árið 2007 (eins og hann er birtur í hinni fréttinni) sem er á bilinu frá 32 milljónum upp í 351 milljón. Þar sem þetta er aðeins árlegur rekstrarkostnaður sýnist mér af þessum tölum að umsvifin hjá stærstu flokkunum geti ómögulega flokkast undir almannahagsmuni.
Ég vil því fella niður ríkisstyrki til flokkanna, en gæti fallist á þá málamiðlun að á kosningaári til alþingis fengi hvert framboð sjálfkrafa auglýsingarstyrk sem næmi kr. 50-100 milljónum. En þó einungis fyrir þingkosningar og að öðru leyti þyrfti hver stjórnmálaflokkur að styðjast við kjósendur sína um fjármagn.
Við hin þurfum líka að spara í okkar heimilisrekstri!
Kolbrún Hilmars, 11.4.2009 kl. 15:23
Þú átt þá við öll framboð er það ekki ??? Ekki bara þau sem eru þá þegar á þingi??
Ég get fallist á þá málamiðlun þína líka, og því til viðbótar get ég fallist á þá málamiðlun fyrir þá sem eru svo óskaplega viðkvæmir fyrir því ef birt er hver styrkir, að hver sem styrkir um ca. 200.000 eða minna þurfi ekki að láta nafn síns getið.
(IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 15:55
Ég á við öll framboð! Lýðræðið er komið á villigötur ef það fer í manngreinar- og/eða flokkaálit þegar um þingkosningar er að ræða. Reyndar þarf líka að jafna atkvæðavægi kjördæma á landsvísu, og ef það er ekki hægt nema að gera landið allt að einu kjördæmi þá styð ég það.
Ég man þá tíma á yngri árum hvað mér sárnaði að mitt atkvæði vóg aðeins 1/4 -1/5 á móti atkvæði vinkvenna minna fyrir vestan og austan. Nú heimta ég uppreisn æru; jafnrétti og lýðræði í reynd!
Kolbrún Hilmars, 11.4.2009 kl. 16:49
Nákvæmlega
(IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 17:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.