20.3.2009 | 23:07
Rangar áherslur?
Væri ekki nær að lögleiða kannabisræktun og slá þannig tvær flugur í einu höggi; spara gjaldeyri og styðja við íslenska framleiðslu?
Það er sóun á mannafla og fjármunum ef okkar fámenna lögregluliði er ekki ætlað neitt annað betra að gera en þefa uppi "misjöfn" gróðurhús þegar innbrotum og þjófnuðum hefur fjölgað um nær 100% á örfáum mánuðum - að ekki sé nú talað um stórþjófnað víkinga.
Það er ekki ofsögum sagt að sagan endurtaki sig - sennilega eru allir nema "elstu menn" búnir að gleyma atorkusemi Blöndals á vínbannsárunum?
Umfangsmikil kannabisræktun stöðvuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:08 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
...
Surtur fer sunnan
með sviga lævi,
skín af sverði
sól valtíva.
Grjótbjörg gnata
en gífur rata,
troða halir helveg,
en himinn klofnar.
Vituð ér enn, eða hvað?
(Eddukvæði)
Men do not differ much about what things they will call evils;
they differ enourmously about what evils they will call excusable.
(Chesterton)
"What is life but a series of sharp corners, round each of which Fate lies in wait for us..."
(Wodehouse)
How can you have solutions if no one is allowed to talk about the problems?
(Edge of Eternity)
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Heimssýn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Auðun Gíslason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Aztec
- Ágúst H Bjarnason
- Árný Sigríður Daníelsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Baldur Hermannsson
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Birgir R.
- Bjarni Harðarson
- Björn Emilsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Einar Björn Bjarnason
- Emil Örn Kristjánsson
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðni Karl Harðarson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gunnar Heiðarsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Halla Rut
- Halldór Jónsson
- Hannes
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hildur Sif Thorarensen
- Hrannar Baldursson
- Riddarinn
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Ísleifur Gíslason
- Jóhann Elíasson
- Jón Valur Jensson
- Jón Óskarsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Svavarsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Ólafur Th Skúlason
- Ómar Bjarki Smárason
- Óskar Helgi Helgason
- Páll Vilhjálmsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Ragnar L Benediktsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnhildur Kolka
- Rannveig H
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Skattborgari
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Stefanía
- Steingrímur Helgason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Valan
- Þór Jóhannesson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Vefritid
- Vinstrivaktin gegn ESB
- Samstaða þjóðar
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Íslenska þjóðfylkingin
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Segðu frá.... ég man ekki/ veit ekki/skil ekki ????
(IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 23:27
"Elstu menn" mega segja þessa sögu um vínbannsárin og allt það havarí, ég heyrði sögurnar frá barnabarni Blöndals og þær sögur - eru eins og sagt er: í munnlegri geymd en ekki fræðilegum.
En þemað mitt var að á bannárunum var áfengi sambærilegt við kannabis nútímans; orsök alls ills. Hver veit nema eftir 10 ár verði áfengið aftur orðið bannvara og kannabis selt í næstu hillu við kryddvörurnar?
Kolbrún Hilmars, 20.3.2009 kl. 23:48
hahaha, Þeir "elstu" eru alltaf góðir.
(IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 00:02
Þann 1. janúar, 1915 gekk í gildi algjört áfengisbann á Íslandi. Eftir það var bannað að framleiða og selja áfenga drykki á Íslandi.
Næstu 20 árin voru löggæslumenn jafnötulir við að þefa uppi heimabruggsverksmiðjur og kannabisverksmiðjur í dag.
Þann 1. febrúar 1935 var áfengisbannið afnumið - í þágu erlendra vöruskipta. Landinn hefur löngum verið tækifærissinnaður - prinsippið víkur fyrir hagsmununum.
Þann 4. október 1984 fóru starfsmenn ÁTVR í verkfall ásamt öðrum opinberum starfsmönnum. Það verkfall stóð í uþb 3 vikur, eða þar til vín- og tóbaksbirgðir landsins þraut.
Þannig ganga nú kaupin fyrir sig á þeirri eyri!
Kolbrún Hilmars, 21.3.2009 kl. 00:31
1984 þraut brigðir þá ???? og ég varð ekki vör við það..... merkilegt, en það er kannski vegna þess ef ég man rétt að þá var ég formaður þeirrar merku nefndar áfengisvarnarnefndar Tunguhrepps heitnum.
(IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 00:43
Ég er sammála Kollu.. og skal rökstyðja mitt mál.
Ég hef búið næstum áratug í Englandi þar sem helmingurinn af öllum reykingamönnum reykir kannabis meðfram. Það eru ekki þeir sem brjótast inn og fremja glæpi. Þvert á móti, þeir myndu aldrei nenna því. Ég hef prófað þetta sjálf og þetta skapar ekki meiri vímu heldur en 1-2 bjórglös. Nú er það ekki þannig að ég sé málsvari "eiturlyfja".. síður en svo. En að gera fólk að glæpamönnum fyrir jafn sakleysislegan hlut og kannabisreykingar er kjánagangur byggður á þekkingarleysi.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 21.3.2009 kl. 00:55
Sem formaður áfengisvarnarnefndar hefur þú auðvitað verið síðust manna til þess að frétta af áfengisskorti En ég hef það fyrir satt að síðan þá taki opinberir starfsmenn ekki í mál að fara á verkfall nema starfsmenn ÁTVR séu með...
Kolbrún Hilmars, 21.3.2009 kl. 00:56
Gott hjá þeim, þeir vita hver hefur valdið
En Helga ef þetta gerir ekkert meira en 1-2 nú eða 5 bjórglös, af hverju fá menn sér bara þá ekki bévítans bjórinn??? Er það til að spara klósett ferðarnar eða???
(IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 01:03
Ætli það ekki.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 21.3.2009 kl. 01:07
Hu..... þú ert ekkert skemmtileg núna, hélt að hér væri efni í góðan fæting það sem maður mundi heyra góða íslensku. Sem fyrrverandi formanni umræddrar nefndar, sem hefur mikið á samviskunni sem þarf að bæta fyrir óska ég eftir endurskoðun á svari yðar...... ég er sko að æfa mig
(IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 01:12
Heheh æi nei, held varla.. sennilega er þetta mér ekki nægilega mikið hjartans mál til að eyða í það baráttuorku. Mér finnst þetta bara dæmi um vonda forgangsröðun; að eltast við sauðmeinlaus kvikindi að troða sér í pípu heima hjá sér meðan glæpasamfélagið gengur laust.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 21.3.2009 kl. 01:22
Silla, hvor hefur mikið á samviskunni; nefndin eða formaðurinn?
Helga, ég er algjörlega sammála þér um forgangsröðunina. Það er líka svolítið merkilegt að hugsa til kókalaufanna, sem indíánar í Perú og Chile tuggðu árþúsundum saman án þess að þeim yrði meint af og þótti ekki í frásögur færandi. Eða þar til vestrænir siðmenningarpostular áttuðu sig á gróðamöguleikunum...
Kolbrún Hilmars, 21.3.2009 kl. 02:15
Ég er fylgjandi lögleiðingu enda tel ég að fólk eigi að fá að gera það sem því hentar svo lengi sem það skaðar bara sjálfan sig og er ekki að skaða aðra.
Ég veit um einstakling sem er rólegur þegar hann reykir kannabis en verður snælduvitlaus undir áhrifum áfengis og ég vil mun frekar umgangast hann undir áhrifum kannabis en áfengis. Hvort er betra í hans tilfelli áfengi eða kannabis?
Hannes, 21.3.2009 kl. 02:47
Sæl félagar.
Ég skrifaði smá færslu um þessi mál í byrjun árs.
Axel Þór Kolbeinsson, 21.3.2009 kl. 12:51
Kolla, það var formaðurinn ekki spurning en hann hafði svo ríka sjálfsbjargarviðleitni að til vandræða gat komið.
En ég ætla að halda mér utan við þessa umræðu um lögleiðingu því ég hef ekki hugmynd um hvað cannbis er eða hvaða áhrifum það veldur. Hef aldrei prófað neitt nema salem light og bláan Carpí jú og einu sinni half and half með blöndu af prins albert sem var hreinasti viðbjóður, og svo þetta með alkahólið sem er meira og minna forvont nema appalóblandan. En ég er samt SKAGFIRÐINGUR... SKÁL
(IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 14:28
Axel, þetta er góð færsla, ekki síst ef við tökum tvennt með í reikninginn; neðanjarðarstarfsemina sem fylgir ólöglegri notkun kannabis og tekjutap ríkissjóðs.
Nú segi ég eins og Silla, ég hef enga reynslu af ólöglegum fíkniefnum sjálf - sem sannar að tóbaks- og vínnotkun leiðir EKKI nauðsynlega til sterkari efna. Því er áreiðanlega ekki heldur sjálfgefið að hassreykingar geri það. Auk þess er eflaust nokkuð til í því sem Hannes segir, ég hef heyrt þessa samlíkingu áður.
Kolbrún Hilmars, 21.3.2009 kl. 15:37
Já Kolbrún. Við erum greinilega að hugsa þetta á svipuðum nótum.
Það að lögleiða kannabisefni - undir miklu eftirliti að sjálfsögðu - getur minnkað ákveðinn vanda. Þ.e. vandann sem fylgir undirheimunum. Kannabisneyslan sjálf verður áfram vandamál en uppi á yfirborðinu er kannski hægt að takast á við það vandamál rétt eins og við reynum að takast á við áfengisvandamálið.
Það sem skiptir hinsvegar öllu máli ef/þegar farið verður í lögleiðingu er að upplýsa fólk um þá heilsufarslegu áhættu sem það tekur við að neyta kannabisefna, því þessi efni eru langt því frá að vera heilsusamleg.
Axel Þór Kolbeinsson, 21.3.2009 kl. 17:01
Rétt Axel, og lögleiðing gefur líka möguleika á aðhaldi; þarf ekki annað en líta til árangursríkra aðgerða hvað varðar tóbaksreykingar til þess að sjá það.
Kolbrún Hilmars, 21.3.2009 kl. 17:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.