Meira um hátekjuskatt

Það er gaman að rýna í tölur.  Hátekjuskattur er margumræddur þessa dagana og nú langar mig til þess að skoða hvernig skattlagningin í dag án hátekjuskatts kemur út svona tölulega séð og bera saman heimilistekjur.

Einhleypi hálaunaði Jón hefur kr. 700 þúsund í mánaðartekjur.  Eftir lífeyrissjóð og skatt hefur hann kr. 464 þúsund í ráðstöfunartekjur.

Hjónin Nonni og Gunna teljast ekki hátekjufólk en hafa hvort um sig kr. 350 þúsund í mánaðartekjur.  Eftir lífeyrissjóð og skatt hefur hvort um sig kr. 253 þúsund í ráðstöfunartekjur, eða samtals kr. 506 þúsund.

Nonni og Gunna hafa í reynd mun hærri ráðstöfunartekjur en hálaunaJón því þau deila með sér húsnæðiskostnaði, þ.e. rafmagni, hita, síma, hreinlætisvörum, jafnvel matarkostnaði.  Rekstri bílsins deila þau einnig svo og njóta þau ýmissa tilboða sem eru kölluð "einn-fyrir-tvo".  
Heimili hálaunaJóns var fyrir þessi hjúskaparhlunnindi með  kr. 42 þúsund lægri ráðstöfunartekjur.

En hvað gerist svo eftir hátekjuskatt:   Einhverjum myndi þykja 700 þúsund kallinn sem hálaunaJón halar inn ofrausn og full ástæða til þess að skella á hann - ja segjum 7% hátekjuskatti af tekjum hans umfram 500 þúsund - kannski bara vegna þess að það er falleg viðmiðunartala.  Semsagt extra frádráttur sem þýðir 14 þúsund aukaskattlagning.  Þannig hækkar launamunur hálaunaJóns og Nonna+Gunnu úr kr. 42 þúsundum í 56 þúsund á mánuði.

Svona tölulega séð er hagkvæmast fyrir hálaunaJón að minnka við sig vinnu, fara í 50% starf  og ná sér í eiginkonu! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kolbrún þú setur markið fullhátt miðað við hvað sjálfstæðismenn einsog Sigurður Kári telja mörkin vera,í kastljósi í gær taldi Sigurður alveg óraunhæft að ætla að setja hátekjuskatt á atvinnulaust fólk,svo auðséð er að sjálfstæðismenn telja að atvinnuleysisbætur teljast til hátekna.hverjir eru láglaunafólk hjá þessum snillingum?

árni aðals (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 20:03

2 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Kolla þú ert að bera saman Epli og Apelsínu  einstaklingur býr yfirleit þrengra en hjón fæst hjón eru barnlaus ef börn eru í spilinu þá kemur barnapössun eða leikskólagjöld.

Þú ættir að bera saman hjón annað með tekjur upp á 700.000 kr en hinn aðilinn með 350.000 kr þá fengir þú réttan samanburð en nú er það í reynd þannig að mörg hjónabönd verða til á námsárum og það seigir manni að háskólafólk er oft gift innbrigðis og millistéttin eins þannig að mjög mörg hjón eru með grunkaup á svipuðu róli. Þá kemur dæmið kannski þannig út tveir´háskólaborgarar hafa hvor um sig 500 til 700 þúsund og hins vegar hjón með tekjur á bilinu 200 til 350 þúsund þá eru brúttótekjur annarsvegar 1.200.000 krá mánuði og hinsvegar 550.000 kr þarna sést sá regin munur sem er á þessum tveim hjónum. og það má lagfæra hann með sköttum þó tekið verði tillit til námslána.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 4.2.2009 kl. 20:14

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Jón og Árni, takk fyrir svörin.  Markmið mitt var að sýna fram á hvernig jafnréttishugmyndin um hátekjuskatt getur breyst í andstæðu sína.  Ég reyndi að stilla dæminu mínu í hóf og fara milliveginn, miða við meðalfólk á vinnumarkaði.  Meðalskattgreiðandinn er jú meðaljóninn, ekki unga fólkið á lægstu töxtunum, öryrkjar eða atvinnulausir.  Maðurinn með 150 þúsund kr á mánuði greiðir sáralítið sem ekkert í skatta, réttilega!

En Jón, háskólafólk margt er lægra launað en ýmsir úr iðnaðarmanna eða sjómannastétt.  Það er svo ósköp ósanngjarnt að alhæfa, en þegar kemur að skattlagningunni eru það alltaf raunlaunin sem skipta máli.

Kolbrún Hilmars, 4.2.2009 kl. 20:36

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Smáviðbót við útreikninginn.  Í dæminu sem ég setti upp hér að ofan gerði ég ráð fyrir að Nonni og Gunna væru bæði  í 50% störfum en hefðu sömu grunnlaun og hálaunaJón, eða kr. 700 þús. 
Ef annað þeirra ynni fullt starf, með laun kr. 700 þús en hitt væri "bara heima", hefðu hjónin eftir sem áður kr. 506 þús á mánuði í ráðstöfunartekjur.  Og enn stendur eftir spurningin:  hvernig verður farið með hátekjuskatt í þeirra tilviki? 

Kolbrún Hilmars, 5.2.2009 kl. 10:26

5 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Ég seigi þetta eru verðugar pælingar en það er önnur breyta í málinu þeir sem hafa hæstu launin hafa á undanförnum árum haft mestan aðgang að lánsfé og þegar öllu er á botninn hvolft þá eru þau sennilega verts stödd sérstaklega ef þau eru undir 45 ára aldri en þeir sem höfðu lægstu tekjurnar fengu ekki la´n vegna þess að greiðslugetan var eingin þannig getum við líka sagt að í landinu búi tvær þjóðir sú sem ekki skuldar krónu og hin sem ekkert á nema skuldir. Fyrir þessu geta verið margar ástæður það getur verið hár lyfystandart þá getur verið um veikindi eða áfall einhverskonar eða að fólk hefur verið í mjög löngu og dýru námi og ný komið til íslands og þar með nýbúið að versla sér húsnæði og bíl.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 5.2.2009 kl. 20:58

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Jón, þetta er hárrétt hjá þér.  Mennirnir eru jafn misjafnir og þeir eru margir.  En eitt eiga flestir sameiginlegt alveg burtséð frá kaupgetu; húsnæðiskaupin og lántökurnar sem þeim fylgja.  Ófyrirséðar vísitöluhækkanir og/eða gengislækkun getur hreinlega rústað fjárhag þeirra sem þurfa að fara spart með og hafa ekki mikið svigrúm.  Það hefur ekki borgað sig að skulda síðan eignarskatturinn var aflagður en flestir verða þó að láta sig hafa það við íbúðarkaupin. 

Mér þykir full ástæða til þess að endurskoða samsetningu neysluvísitölunnar, þar finnast þættir sem eiga ekkert erindi við húsnæðislán.  Eða þá að lappa upp á byggingarvísitöluna og tengja hana við lánin.

Kolbrún Hilmars, 6.2.2009 kl. 10:03

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það er afar athyglisvert yfirlit í Mbl laugardagsins (bls.6) með fyrirsögninni "Hvað kostar að lifa"

Fyrsta dæmið er einhleypingur 2008.  Hann hefur laun kr. 300 þús og ráðstöfunartekjur eftir skatta kr. 215,3 þús.  Að frádregnum fastakostnaði pr.mán er afgangs kr. 41,8 þús.  Þó er ekki reiknað  inn í kostnaðardæmið viðhald húsnæðis, fasteignagjöld, RÚV gjald - ekki heldur persónuleg útgjöld, svo sem fatnaður, skótau, gjafir (s.s. brúðkaups-fermingar-stórafmælis-jóla), og lífið yrði nú lítils virði ef aldrei mætti skella sér á mannamót.

En miðað við ofangreint dæmi skyldi maður ætla að laun kr. 300 þúsund á mánuði teljist lágmarkslaun til framfærslu einstaklings. 

Kolbrún Hilmars, 7.2.2009 kl. 15:35

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Einstæðir karlar sem hafa orðið undir í kerfinu telja fleiri hundruð.  Þeir eru á sífelldum flótta undan skattheimtunni; mega hvergi eiga lögheimili og geta hvergi unnið nema svart.  Þeir eru margir hverjir fljótir að verða gjaldþrota eftir skilnað þegar barnameðlögin bætast við greiðslubyrði þeirra. 

Einstæðar konur verða færri undir því þær halda yfirleitt börnunum eftir skilnað, fá félagslegt húsnæði, barnabætur og eru tryggð barnameðlög frá ríkinu og ýmis önnur fríðindi sem einstæðir foreldrar.  

Ef ég vísa nú í útreikningsdæmi Mbl hér að ofan, þá er þar af skiljanlegum ástæðum sleppt að reikna með barnameðlögum einstaklingsins því það gildir ekki um alla.  En meðlag með þremur börnum kostar rúmlega 70 þús á mánuði. 

Kolbrún Hilmars, 8.2.2009 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband