Skjóla er EKKI nýyrði

Við þessi austfirsku notum enn þetta orð yfir bæði mjólkurfötur og skúringafötur og höfnum því alfarið að orðið fái yfirfærða merkingu sem höfuðfat - alveg sama hvernig það er í laginu! 

Hann hlýtur að hafa verið Reykvíkingur þessi snillingur sem flokkaði "skjóluna" sem nýyrði  Wink


mbl.is Höfuðfatið heitir skjóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég bý nú ekki á Austfjörðum heldur í nágrenni Rvíkur.  Mér finnst mjög skrítið að nota þetta orð yfir buff þar sem orðið skjóla er til í íslensku í annarri merkingu.  Ég hefði kannski frekar viljað kalla þetta skuplu þó það sé líka til.  Skupla er þó höfuðklútur eins og buffið

Árný (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 20:51

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Stefán, við austfirðingar eigum samt fyrsta veðrétt - skjólan okkar er allrahanda þarfaþing í heimilishaldinu enn í dag. 
Eflaust getum við skemmt okkur vel í framtíðinni við yfirfærðu merkinguna þegar höfuðfötin ber fyrir augu en samt er svolítið súrt í broti að sem minnihluta á landsvísu þyki öðrum aldeilis óhætt að stela frá okkur skjóluheitinu.  Skella því svo á höfuðið í þokkabót.   

Kolbrún Hilmars, 22.1.2009 kl. 21:31

3 identicon

Algjörlega sammála Kollu, það verður allavega langt þar til ég fer að nota skjólu á hausinn á mér, en ég skúra með henni alveg hikstalaust.

(IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 23:50

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þú segir nokkuð, Björn.  Hér áður fyrr var mikill samgangur og fólksblöndun milli Austfjarða og Skaftafellssýslu austan Skeiðarársands og skjóluheitið hefur sennilega flotið með.  Þetta með Rangárvellina þekki ég ekki - kannski hafa einhverjir rangæingar sótt sér maka austur á land? 

Þegar ég var "ung" varð mér einhvern tíma á að kalla fötu "skjólu" á vinnustað hér á Rvíkursvæðinu.  Yfirmaður minn, Húnvetningur, gerði óspart grín að mér lengi á eftir.  Ég skildi auðvitað ekkert hvað gekk að manninum  

Kolbrún Hilmars, 23.1.2009 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband