ASÍ og ESB

Landsþing ASÍ ályktaði nýlega um að sækja beri um aðild að ESB.  Í umboði hverra?

Sjálf er ég félagsmaður í stéttarfélagssambandi sem er eitt af aðildarfélögum ASÍ, og viðurkenni að ég veit ekki hvort fulltrúar þess samþykktu ályktun ASÍ eða ekki.  Hitt veit ég að hvorki ég né aðrir almennir félagsmenn míns félags voru spurðir fyrirfram í skoðanakönnun hver vilji okkar væri í þeim efnum.  Svo virðist sem þetta hafi heldur ekki verið kannað í öðrum stéttarfélögum  þar sem ég hef spurst fyrir meðal vina.  Forysta stéttarfélaga launamanna var kjörin til þess að fara með kjaramálin okkar - en aldrei til þess að taka hápólitískar ákvarðanir fyrir okkar hönd!

Þessi ályktun ASÍ er því ÓMERK þar til launþegar hvers stéttarfélags hafa fengið tækifæri til þess að tjá vilja sinn - sem á reyndar að gerast á öðrum vettvangi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skattborgari

Rosalega er ég sammála þér það á ekki að vera hægt að senda svona ályktanir nema tala við félagsmenn fyrst. En þessir menn eru algjörlega úr tengslum við almennan félagsmann.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 30.10.2008 kl. 20:05

2 identicon

Hundrað milljón prósent sammála, þetta er bara algjörlega svo langt út fyrir allt að leyfa sér svona ályktun án nokkurar heimildar frá félagsmönnum.

(IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 23:54

3 identicon

P.S Vildi svo engin nota augnaráð mitt??????      

(IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 23:56

4 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Fairy Happy Halloween

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 31.10.2008 kl. 08:38

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sæl öll og afsakið hvað ég svara seint - er á kafi í launavinnslum fyrir þá heppnu sem enn halda vinnunni sinni

ASÍ er miniútgáfa af skrifræði ESB sem sambandið vill nú sameinast - eðlilega, því líkur sækir líkan heim.  Sem Björn bendir á og undirstrikar orð Skatta; vill hafa vit fyrir okkur því það þykist hafa öll okkar ráð í sinni hendi.   

Silla, ég var ekki búin að gleyma þessu með augnaráðið - er enn að velta fyrir mér hverjir þyrftu helst á The Evil Eye að halda - það koma svo margir til greina

Helga mín, ertu nokkuð að bera hönd fyrir höfuð þér á myndinni

Kolbrún Hilmars, 31.10.2008 kl. 15:50

6 Smámynd: Skattborgari

Það er til ótrúlega mikið af fólki sem vill hafa vit fyrir öðrum eins og það komi bláókunnri manneskju við hvengi ég lifi.

það eru margir í ESB sem vilja hafa vit fyrir öðrum og þetta fólk gengur alltaf lengra ef eitthvað er látið eftir þeim.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 31.10.2008 kl. 20:31

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Skatti, HIGH FIVE!  (var að bæta við innleggi hjá þér) 

Málið snýst ekki bara um að hafa vit fyrir öðrum - það snýst um VALD til þess að hafa vit fyrir öðrum!  

Kolbrún Hilmars, 31.10.2008 kl. 21:15

8 Smámynd: Skattborgari

Þeir aðilar sem vilja hafa vit fyrir öðrum eiga ekki að vera við völd því að þeir munu hægt og rólega skerða réttindi okkar ef þeir geta og eru í aðstöðu til að gera það.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 1.11.2008 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband