Eru þetta nýjar fréttir?

Fréttablaðið hefur ekki verið borið út í mitt hús í tæpar 3 vikur undanfarnar og bý ég þó ekki afskekkt.  Ég varðveiti sérstaklega síðasta Fréttablaðið sem ég hef séð, frá föstudeginum 10. október, og leyfði mér einmitt í dag að hringja og segja upp umhverfisvænu blaðatunnunni því ég þarf ekki lengur á þjónustunni að halda. 
mbl.is Blaðberum Fréttablaðsins sagt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skattborgari

Ég fæ Fréttablaðið hjá mér ennþá en nenni sjaldan lesa það.

Kveðja Skattborgari hið alíslenska karlrembusvín.

Skattborgari, 28.10.2008 kl. 19:38

2 Smámynd: Stefanía

Ertu ekki fegin ?

Stefanía, 29.10.2008 kl. 01:31

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Stefanía, ég er svo fegin að það hefur ekki hvarflað að mér að kvarta 

Brynja, ef þú ætlar að bera FB út til mín þá máttu líka koma einu sinni í viku og skila því aftur í einhvern gáminn

Bryndís, ég vorkenni blaðberunum vegna vinnumissisins, annars er ég kát

Skatti, það besta við Fréttablaðið er að maður þarf ekki að lesa það

Kolbrún Hilmars, 29.10.2008 kl. 14:24

4 Smámynd: Skattborgari

Það sem er kostur við Fréttablaðið er að það kostar ekki neitt sem er stór plús núna þegar að mjög margir eru í fjárhagsvandræðum.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 29.10.2008 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband