22.9.2008 | 15:24
Ætti að banna trúarbrögð?
Landinn er almennt hlynntur trúfrelsi en undanfarna mánuði hefur myndast hér nýr þrasmálaflokkur, trúarbrögð, til viðbótar hefðbundnu dægurþrasi sem tæpast var á bætandi. Auk þess er hér um að ræða eldfimasta deiluefni allra tíma, sem einn framsýnasti maður íslandssögunnar, Ljósvetningagoðinn, áttaði sig á.
Það þekkja flestir trúarbragðavígvöll sögunnar; ofsóknir og ódæðisverk eins trúarhóps gegn öðrum gegnum aldirnar sem í dag eru heiftúðug sem aldrei fyrr. Er ekki kominn tími til þess að stöðva blóðbaðið?
Þar sem ég er fylgjandi jafnræði þykir mér réttast að banna öll trúarbrögð og er friðarins vegna reiðubúin að fórna mínum líkt og Ljósvetningagoði gerði forðum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
...
Surtur fer sunnan
með sviga lævi,
skín af sverði
sól valtíva.
Grjótbjörg gnata
en gífur rata,
troða halir helveg,
en himinn klofnar.
Vituð ér enn, eða hvað?
(Eddukvæði)
Men do not differ much about what things they will call evils;
they differ enourmously about what evils they will call excusable.
(Chesterton)
"What is life but a series of sharp corners, round each of which Fate lies in wait for us..."
(Wodehouse)
How can you have solutions if no one is allowed to talk about the problems?
(Edge of Eternity)
Færsluflokkar
Bloggvinir
- Heimssýn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Auðun Gíslason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Aztec
- Ágúst H Bjarnason
- Árný Sigríður Daníelsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Baldur Hermannsson
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Birgir R.
- Bjarni Harðarson
- Björn Emilsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Einar Björn Bjarnason
- Emil Örn Kristjánsson
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðni Karl Harðarson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gunnar Heiðarsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Halla Rut
- Halldór Jónsson
- Hannes
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hildur Sif Thorarensen
- Hrannar Baldursson
- Riddarinn
- Hulda Haraldsdóttir
- Högni Snær Hauksson
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Ísleifur Gíslason
- Jóhann Elíasson
- Jón Valur Jensson
- Jón Óskarsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Svavarsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Ólafur Th Skúlason
- Ómar Bjarki Smárason
- Óskar Helgi Helgason
- Páll Vilhjálmsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Ragnar L Benediktsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnhildur Kolka
- Rannveig H
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Skattborgari
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Stefanía
- Steingrímur Helgason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Valan
- Þór Jóhannesson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Vefritid
- Vinstrivaktin gegn ESB
- Samstaða þjóðar
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Íslenska þjóðfylkingin
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eigum við þá ekki að banna stjórnmálastefnur líka og stefnur sem byggja á trúleysi? Þær eru ófáar.
Hver er annars þessi trúarbragðavígvöllur sögunnar?
Er það innrásin í Írak sem er orðin að trúarstyrjöld en ekki efnahagsleg ráðstöfun vesturveldanna?
Er það fyrri heimstyrjöldin, eða seinni heimstyrjöldin?
Er það 30.000.000 manna útrýmingarherferð Stalíns eða 6.000.000 manna blóðbað Pol Pots í Kambódíu.
Eða kannski þær tugir milljóna sem byltingar Maos Tse Tung sendu í dauðan í Kína.
Eða eru það kannski stríðin í Afríku á síðustu áratugum sem kynt var undir af kalda stríðinu og nýlendustefnu vesturlanda.
Eða kannski við fetum okkur aftur á bak, Afganstríðin, Krímstríðið, borgarstyrjaldirnar í Ameríku eða Napóleon styrjaldirnar.
Hver af þessum stærstu og mannskæðustu stríðum mankynsins voru trúarstríð?
Svanur Gísli Þorkelsson, 23.9.2008 kl. 02:32
Svona í flýti munað: Ofsóknir gegn kristnum í Róm, Krossferðirnar, Rannsóknarrétturinn, Galdraofsóknirnar, Kaþólskir~mótmælendur á Írlandi, Ofsóknir gegn Baháíum (víða), Hryðjuverk öfgahópa múslima- sem dæmi.
Það hafa farið mörg mannslífin og mikið blóð runnið.
Kolbrún Hilmars, 23.9.2008 kl. 09:53
Kæra Kolbrún.
Ég er ekki að neita að slæm verk hafa verið gerð í nafni trúarbragða. En þessi mantra um að allt illt komi frá túrarbrögðum er dálítið þreytt. Það sem fólk segir um blóðböðin sem þau valda er úr öllu hlutfalli við aðrar ástæður sem fólk finnur sér til að murka lífið úr hvert öðru.
Það sem þú telur upp eru þekktar ávirðingar á hendur trúarbrögðum en þær hverfa eins og dropi í hafið miðað við þau fallvötn af blóði sem græðgi og baráttan fyrir landaeign hefur orsakað.
Svanur Gísli Þorkelsson, 23.9.2008 kl. 12:28
Sæll aftur Svanur. Það fer fjarri því að ég hafi gleymt mestu fjöldamorðingjum sögunnar, svo sem Stalin, Maó, Pol Pot, Hitler. En fyrrnefndu þrír útrýmdu fyrst og fremst "þegnum" sínum, einhvers konar trú hefur greinilega verið ofar í huga þessarra kóna en landvinningar - amk er kommúnisminn oft flokkaður undir trúarbrögð.
Mér skilst að helsta hugsjón Hitlers hafi verið að útrýma gyðingum hvar í landi sem til þeirra næðist og stofna gyðinglaust þriðja ríkið. Þannig má eflaust einnig flokka hans atferli undir trúarbragðastríð.
Kolbrún Hilmars, 23.9.2008 kl. 14:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.