Nöldurhorn þarf að standa undir nafni

Um liðna helgi fékk ég fjölskylduviðvaning með vöðva til þess að lappa upp á útihurðina á íbúðinni.  Fyrsta skref var að hreinsa sót og drullu og því var ásamt öðrum nauðsynlegum efnum og hjálpartækjum keyptur Pinotex tréhreinsir í plastbrúsa hjá Byko - sem er  eiturefnamerktur vökvi margoft á hverri hlið. 

Við eyddum sameiginlega hálftíma til þess að reyna að finna út úr því hvernig ætti að skrúfa tappann af þessum eðalefnabrúsa  (tek fram að að bæði erum vel yfir tuttugu-og eins...)  en það endaði með því að mér leiddist þófið og sagði; sæktu handsögina og sagaðu stútinn fyrir neðan tappann.  Sem hjálparmaðurinn gerði mótþróalaust og í dag er útihurðin mín glampandi hrein og nýolíuborin.

En fjandakornið; við sætum enn yfir tappafjandanum ef við hefðum ekki stytt okkur leið - þetta er hreint ekki notendavæn gestaþraut.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Gæti ekki lýst persónuleika þínum betur, það er, að þú náðir í sögina.  

Margar kerlurnar hefðu nú farið með brúsann í búðina daginn eftir. Já, já og eflaust margir karlar líka.

Halla Rut , 20.8.2008 kl. 19:52

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Halla mín, þetta var nú ekki jafndramatískur gerningur og Alexanders þegar hann hjó á hnútinn, en í neyð er alltaf gott að eiga fyrirmyndir

Kolbrún Hilmars, 21.8.2008 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband