Slettirekuskap

viðhef ég enn á annarra manna bloggum, en ég get bara ekki stillt mig þegar góðan og/eða bitastæðan málstað ber á góma. Afsakið, viðkomandi, því þessa háttsemi hafði ég lofað að leggja af og setja upp mitt eigið "dartspjald".  Eins gott að standa við það:

MBL spyr á forsíðu þann 16.júlí: "Hvers vegna flýja konur og ungt fólk úr dreifbýlinu?"  Þessi spurning er auðvitað eldri en allt sem gamalt er - um hvað snérist svosem kvikmyndin "Land & synir"?  70 - 80 ár ætti að vera nógu langur tími til þess að koma því á hreint, en það virðist sem hver kynslóð þurfi árangurslaust að finna upp sama hjólið.  Sama spurning - sömu svör. 

Þessi gamla góða spurning hefur hugsanlega jafnmikla alvöru að baki í dag.  Hvers vegna eru menn enn að klóra sér í höfðinu eins og þetta mál sé spennandi fræðilegt fyrirbæri en ekki eitthvað vandamál sem þyrfti að leysa og hefði átt að vera búið að leysa - fyrir lifandis löngu? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skattborgari

Ætli aðalástæðan sé ekki að öll þjónustan er hér á höfuðborgarsvæðinu og að úti á landi sé fátt annað hægt að gera en að vinna.

Skattborgari, 23.7.2008 kl. 20:15

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Skattborgari, þetta er rétt hjá þér og á við í dag sem aldrei fyrr.  En það er partur af vandanum að "öll þjónustan er hér", því þjónustan eltir fólkið... 

...eða ef til vill er það öfugt...  Bingó! Skattborgari, þú átt skilda orðu...  

Kolbrún Hilmars, 23.7.2008 kl. 21:14

3 Smámynd: Skattborgari

Fólk vill meiri þjónustu í dag en fyrir 20árum og það þarf að vera fólk til að veita hana og borga fyrir hana. bygðum mun fækka sama hvað fólk segir eða finnst um það.

Skattborgari, 23.7.2008 kl. 21:26

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Nei, Skattborgari, ekki nauðsynlega!  Það er nefnilega hægt að byggja upp frá hinum endanum - þú kveiktir hugmyndina og fyrir það færðu orðuna

Einkennileg tilviljun, en Svanur Gísli var í dag að skrifa pistil um frumbyggja Ástralíu, sem minnti mig á skáldsögu N.Shute "A Town Like Alice".  Þar nefnilega farin hin leiðin; að byggja fyrst upp þjónustuna og laða að fólkið - þrælvirkaði í skáldsögunni - en því skyldi það ekki virka í raunveruleikanum?  Það er nú komin fullmikil slagsíða hér á S-V horninu og skyldi "hin leiðin" nokkurn tíma hafa verið prófuð hér?

Lýsi hér með eftir öllum góðum hugmyndum varðandi  slíka framkvæmd!

Kolbrún Hilmars, 23.7.2008 kl. 21:58

5 Smámynd: Skattborgari

Þú þarft ákveðin fóksfjölda til að halda uppi nútímaþjónustu. Stærri bæir munu lifa en ekki þessir minni.

Skattborgari, 24.7.2008 kl. 02:15

6 identicon

Það sem skiptir mestu máli þegar fólk ákveður hvar það ætlar að búa er atvinnutækifæri og gæði skóla og dagvistarstofnana. Þegar þessir hlutir eru í lagi drífur fólk að og þar sem mannfjöldi er, þar er þjónusta.

Vandi landsbyggðarinnar er sá sami og hann hefur alltaf verið, fábreytt atvinnulíf. Það er ekki nóg að hafa mörg störf, það verða að vera valkostir til þess að einhver umtalsverður fjöldi fáist til að búa á staðnum. Það sem er að gerast í byggðamálum er það að menn eru að byggja álver í stað frystihúss. Ný verksmiðja með einhæfum störfum sem fáir Íslendingar eru spenntir fyrir. Vííí! hvað stóriðjustefnan er dugleg að bjarga landsbyggðinni. 

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 15:49

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Mér hefur lengi þótt fróðlegt að fylgjast með uppbyggingu Egilsstaðabæjar.  Fyrir rétt rúmlega hálfri öld var þar varla neitt nema Egilsstaðabúið með tilheyrandi. 

En svo smátt og smátt byggðist upp þjónusta við Hérað og bændabýlin þar.  Verandi í alfaraleið þegar bílisminn tók við sér uppúr 1970, bættust síðan ferðalangarnir í  kúnnahópinn. 

Í dag er þar blómlegt mannlíf og fjölbreytt atvinnustarfsemi í sístækkandi bæjarfélagi.

Kolbrún Hilmars, 24.7.2008 kl. 17:56

8 identicon

Sístækkandi þar til á síðasta ári þegar 800 manns fluttust burt á einu bretti.

Ég spái því að partýið sé brátt á enda. 300 Íbúðir standa auðar, sumar staðið auðar í 2 ár. Ennþá sama hallæri á kennurum og hjúkrunarstarfsfólki og áður en virkjanaframkvæmdir við Kárahnjúka hófust. Ennþá er ekki hægt að fá þjónustu sálfræðings nema á 6-8 vikna fresti. Hvað eru mörg smáfyrirtæki búin að leggja upp laupana á síðustu 2 árum? Menntafólk flytur ekki austur, vegna þess að fleiri störf þýða ekki fjölbreyttara atvinnulíf.

Það var frábær lyftistöng fyrir atvinnulífið á austurlandi að fá þessa virkjun og álverið en sú lyftistöng er nú þegar farin að síga. Og fórnirnar sem við færðum fyrir það óafturkræfar. Ævarandi eyðilegging, fyrir 3, 5, kannski í mesta lagi 10 góð ár.

Vandi landsbyggðarinnar verður ekki leystur með fáum og einhæfum stórfyrirtækjum. Ótrúlegt að ráðamenn þessarar þjóðar skuli ekki vera búnir að átta sig á því. 

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 16:42

9 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Eva þó - ertu líka austfirðingur?  Náfrænka kannski?  Tékka á þessu í Íslendingabók

Kolbrún Hilmars, 26.7.2008 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband