Athyglisvert

Ef hundar og kettir smitast jafnt og mannfólkið gæti orðið erfitt með smitrakningu.
Ætti ef til vill að hafa meðal spurninga "er lausagönguköttur á heimilinu"?


mbl.is Fyrsti smitaði hundurinn dauður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, og svo er spurning með húsflugur í lausagöngu, eins og eru á Akureyri, og ráðast þar á þorpsbúa af miklum móð svo þeim er þar ekki vært af flugnasverminum. Allar í lausagöngu!

Þorsteinn Siglaugsson, 31.7.2020 kl. 14:27

2 Smámynd: Birna Kristjánsdóttir

Þetta fer að verða ansi flókið ef gæludýrin okkar smitast líka hmmm.... erfitt að fara með hundinn út í göngutúr.

Eins og allir vita þá þefa þeir af öllu og merkja sína uppáhaldsstaði sem er þeirra facebook... æi OMGcool Maður getur ekki annað en hlegið að þessu...

og svo flugurnar þorsteinn og kóngulærnar.... að vísu eru flugur og kóngulær ekki spendýr... en hvað veit maður hvað þessari veiru dettur í hug.... allt í einu er þetta ekki fyndið lengur...frown

Birna Kristjánsdóttir, 31.7.2020 kl. 15:09

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ja, Þorsteinn, hver veit nema húsflugur geti borið smit - það gera allavega frænkur þeirra, moskító.  En þá vandast nú smitrakningarmálið enn meira.  :)
Birna, samkvæmt fréttinni smitast gæludýrin,(hundar og kettir) en ólíklegt að þau séu almennt skimuð, sem ætti kannski að gera ef eigandinn veikist.?

Kolbrún Hilmars, 31.7.2020 kl. 15:23

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það skemmtilegasta við þetta allt saman er svo það að það deyr næstum enginn úr þessari pest þótt panikkin öll ætti að benda til annars. Raunverulega dánarhlutfallið er milli 0,2-0,3% sem er svipað og í slæmu flensuári.

Þorsteinn Siglaugsson, 31.7.2020 kl. 15:46

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

"Næstum því enginn" er ekki nógu gott.  Enginn veit enn hvaða áhrif þessi vírus hefur,til langtíma, en svo virðist sem hann geti valdið varanlegum skaða á fólki sem var þó talið ná sér. Best er auðvitað að sýkjast ekki.

Kolbrún Hilmars, 31.7.2020 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband