Bretar eru ekki í Schengen og hafa aldrei verið

svo norskir geta ekki heimtað neinn búseturétt á þeim forsendum.
Er flókið mál að útfylla eyðublað og sækja um dvalarleyfi í Bretlandi?


mbl.is Gæti verið vísað úr landi eftir Brexit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Já furðulegt að tala um að Bretland sé að reyna að hafa af henni einhver réttindi. Ef hún er með vinn og búin að búa þarna í 18 ár ætti þetta ekki að vera flókið að sækja um atvinnu og dvalarleyfi.

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 26.1.2019 kl. 19:15

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Mér finnst nú merkilegast að viðkomandi viti ekki á hvaða forsendum hún hefur haft búsetuleyfið allan þennan tíma.  En má vera að hún hafi hreinlega ekkert búsetuleyfi - sé bara ólöglegur innflytjandi?

Kolbrún Hilmars, 26.1.2019 kl. 19:54

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta er bara dæmigert fyrir áróður brexit andstæðinga.  En svo furðulegt sem það er þá fáum við aldrei að heyra um það að ESB tapar MUN meira á brexit en Bretar.  Hvernig skyldi standa á því??????

Jóhann Elíasson, 26.1.2019 kl. 22:02

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nú dynur látlaust spuninn og hræðsluáróðurinn um hvað "æti hugsanlega kannski" gerst ef bretar hætta ekki við í mars. Ekki ein jákvæð frétt um það. Hugsanlegur heimsendir yfirvofandi.

Fjölmiðlar birta þetta copy paste frá spunaverksmiðjum og blöðum sem akta sem slíkar eins og Guardian ofl. Ég er eiginlega hissa á að mbl. Skuli birta svona kjaftæði án fyrirstöðu. Hugsanlega, kannski, mögulega, ef eru ekki fréttir. Ábyrgðarlausar spekúlasjónir byggðar á engu er áróður til heimabrúks.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.1.2019 kl. 05:12

5 Smámynd: Sæmundur G. Halldórsson

Sem íbúi lands á EES-svæðinu hefur hún eins og t.d. Íslendingar rétt á að setjast að í Bretlandi án frekari málalenginga. Það er vegna fjórfrelsisins, en eitt af þeim er frjáls för fólks á svæðinu. Þetta kemur Schengen ekkert við! Það sem er sérstakt við Bretland er að landið hefur enga íbúaskrá og íbúar, hvort heldur er löglegir eða ólöglegir, hafa engin persónuskilríki! Alls staðar annars staðar þarf fólk að skrá búsetu sína og fólk fær persónuskilríki sem það getur notað til ferðalaga um alla Evrópu. Ísland hefur ekki heldur innleitt alvöru nafnskírteini. Aðeins þess vegna neyðumst við til að hafa á okkur vegabréf á ferðum um Evrópu. Meirihluti Evrópubúa sem koma til Íslands eru með nafnskírteini, ekki passa! Þegar fólk flytur í Evrópu (líka á Íslandi)þarf það að tilkynna flutning innan viku til ráðhúss eða þjóðskrár. Alls staðar nema á Bretlandi! Brexit-kaosið er sem sé algerlega breskum yfirvöldum að kenna.

Sæmundur G. Halldórsson , 27.1.2019 kl. 12:07

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Kærar þakkir fyrir innlegg ykkar hér að ofan.  Athyglisvert það sem Sæmundur segir, að bretar hafi ekki krafist skráningar frá innflytjendum, líkt og gengur og gerist í öðrum ESB ríkjum.  Var þá ekki kominn tími til?

Kolbrún Hilmars, 27.1.2019 kl. 15:24

7 Smámynd: Sæmundur G. Halldórsson

Sammál því. En þá á hið sama að gilda um innfædda. Þetta er mjög alvarlegt mál, þar sem fólk sem hefur búið mestalla ævina í Bretlandi þarf allt í einu að sanna að það sé þar löglega, eftir að hafa jafnvel starfað þar og greitt skatt í áratugi! Aðeins vegna þess að ríki og sveitarfélög trössuðu að halda skrár um íbúa í landinu.

Sæmundur G. Halldórsson , 27.1.2019 kl. 16:42

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Svona fyrir forvitnina; hvernig virkar þessi "óskráning" varðandi kosningar, til sveita og borga, í Bretlandi?  Hafa óskráðir, eins og t.d. þessi norska kona, kosningarétt?

Kolbrún Hilmars, 28.1.2019 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband