Er þetta boðlegt?

Í grein Viðskiptablaðs MBL þann 7.júní segir að Orkustofnun gefi árlega yfirlit yfir uppruna raforku á Íslandi.

Samkvæmt því yfirliti "skiptist uppruni raforku á Íslandi árið 2016 í 59% jarðefnaeldsneyti, 21% endurnýjanlega orku og 20% kjarnorku".

Ástæðan fyrir þessum fölsunartölum er sala íslenskra raforkufyrirtækja á upprunavottorðum  til meginlandsins. 

Til þess að bæta gráu ofan á svart er ætlast til þess að íslensk fyrirtæki, hvert og eitt, þurfi að kaupa hvítþvott með "nauðsynlegri" upprunavottun. 

Hvergi er nefnt í greininni hvernig almenningur getur gert sömu ráðstafanir. En hvað getur hann svosem gert þegar ráðamenn hafa selt frá honum áratugaskattaframlag til raforkuframkvæmda í landinu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband